fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Söguhringur kvenna hefst á ný

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söguhringur hófst í dag með kynningaruppákomu í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Grófinni.Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Listræn sköpun er notuð til að segja frá reynsluheimi kvenna auk þess sem boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Söguhringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt og koma ýmsar listgreinar og tjáningarform við sögu. Meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og spunasmiðjur og tónlistarsmiðjur svo allar konur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.

Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Söguhringsins og heimasíðum Borgarbókasafnsins og Women in Iceland.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“