fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

BÓKMENNTABORG: Hvað einkennir sameiginlegar minningar? Eru hörmungar nauðsynlegt fóður þeirra?

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 3. maí 2018 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 verður opinn viðburður með Stan Strasburger og Gauta Kristmannssyni í Gröndalshúsi þar sem þeir munu spjalla um minni og minningar, fólksflutninga og innflytjendamál í Evrópu í dag og síðast en ekki síst skáldskapinn sem tekur á þessum brennandi málefnum.

Spjallið fer fram á ensku og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nánar: Minni, hvað er það? Öll eigum við minningar. Við deilum þeim með vinum og fjölskyldu, við gleymum okkur jafnvel í fortíðarþrá. Hópar og þjóðir eiga sér líka sameiginlegar minningar sem geta þá orðið pólitískar.

Hvað einkennir sameiginlegar minningar? Eru hörmungar nauðsynlegt fóður þeirra? Eða er hamingjusamt fólk líklegt til að horfa til framtíðar og skilja við óþægilegar eða flóknar minningar? Hvaða tilgangi þjóna bókmenntirnar í þessu samhengi?

Samtal þeirra Stans og Gauta mun snerta á minningum, skáldskap og málefnum Evrópu í dag í samhengi við það sem sagt var hér að framan og er líka hugsað sem vettvangur fyrir hugmyndaskipti og samræðu. Gestir eru því hvattir til að taka þátt í samtalinu.

Um höfuninn STANISLAW STRASBURGER – gestarithöfund í Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO

Stanislaw (Stan) Strasburger er skáldsagnahöfundur, pistlahöfundur og menningarstjórnandi. Hann er gestarithöfundur í Gröndalshúsi í apríl og maí 2018 á vegum Bókmenntaborgarinnar og Goethe stofnunar í Kaupmannahöfn.

Hér vinnur hann að efnisöflun fyrir skáldsögu sem hann er með í smíðum en ein persóna hennar er Íslendingurinn Gunnar, sem býr í Bremen í Þýskalandi. Hann gengur í gegnum erfiðleika í sambandinu við kærustuna, sem er frá Beirút.

Sjálfskoðun Gunnars leiðir hann að vangaveltum um fortíðina og þar grefur hann sífellt dýpra í eigin minningar og minningar fjölskyldu sinnar. Ein formæðra Gunnars er Guðríður Símonardóttir og saga hennar og “Tyrkjaránsins” tekur að leita á hann.

Í verkum sínum og persónulegu lífi beinir Stan sjónum að borgarlífi í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og tengslunum þar á milli. Þar koma við sögu borgirnar Varsjá (fæðingarborg hans), Berlín (þar sem hann býr í dag), Köln, Granada, Beirút, Aleppo og Damascus. Hann tekur einnig virkan þátt í samræðu um framtíð Evrópu, svo sem um Evrópusambandið og þjóðernisstefnu eða –kennd, fólksflutninga og flóttamenn á okkar dögum svo og um sameiginlegar minningar hópar og þjóða.

Síðast en ekki síst er Pólland og staða landsins innan Evrópu honum hugleikið svo og málefni Mið-Austurlanda, ekki síst í tengslum við fólksflutninga í dag. Stan skrifar á þýsku en talar einnig pólsku og arabísku og hafa verk eftir hann komið út á þeim málum.

Á meðan á dvölinni í Reykjavík stendur bloggar Stan á þýsku á vef Goethe stofnunnar.
Sjá meira um Stan og verk hans á Facebook síðu hans. 

Skáldsögurnar „The Story Seller“ og „Obsession. Lebanon“ eftir Stan verða til sölu á viðburðinum á þýsku, pólsku og arabísku. Engin kort, svo áhugasamir komi með peninga.

___

Gestarithöfundur í Bókmenntaborg – Höfundaspjall í Gröndalshúsi – Höfundaspjall í Gröndalshúsi með Stan Strasburger.
8. maí 2018, kl. 17 – Gröndalshús, við Fishersund.

 

[googlemaps https://www.google.com/maps/embed?pb=!1m18!1m12!1m3!1d1739.7124283439193!2d-21.944943483713526!3d64.14863772268755!2m3!1f0!2f0!3f0!3m2!1i1024!2i768!4f13.1!3m3!1m2!1s0x48d60b2cffcce4f1%3A0x9fe7f915de8cc04f!2zR3LDtm5kYWxzaMO6cw!5e0!3m2!1sis!2sis!4v1525351328962&w=600&h=450]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“