fbpx
Laugardagur 27.desember 2025

Auður heillaði aðdáendur á ítalskri bókamessu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. maí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Í Evrópu sást nýlega til:

Guðrún Vilmundardóttir, eigandi Benedikt bókaútgáfu, og Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur voru staddar á risastórri bókamessu í Torino á Ítalíu. Skáldsaga Auðar Övu, Ör, var tilnefnd til virtustu bókmenntaverðlauna Ítala, Premio Sterga, sem afhent voru á bókamessunni. Ör kom út á Ítalíu nú í janúar og hefur fengið afburða dóma og miklaumfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Ítalskir gagnrýnendur eru sammála um að bókin fjalli um eðli mennskunnar,um fall og upprisu hins venjulega manns og að höfundur komi sífellt á óvart með hugmyndaflugi sínu.
Samkvæmt Guðrúnu sló Auður Ava í gegn í samtali á sviði á bókamessunni fyrir fullu húsi. Svaraði elegant og skemmtilega, talaði á ensku, með túlk, en oftar en ekki svaraði hún á unaðslegri ítölsku og uppskar lófatak og hlátur.

„Hún hélt erindi í 200 manna sal, en færri komust að en vildu. Það var á laugardeginum,“ segir Guðrún. „Á verðlaunahátíðinni á sunnudeginum kom til hennar ungur maður (einhver sá sætasti sem ég hef séð) sem hafði ekki komist að deginum áður, hafði keypt bókina þá og ætlaði að biðja hana um að árita, en komst ekki að í salnum. En kom á verðlaunahátíðina og fékk áritun í stílabók sem hann var með. Ætlaði að rífa út þá síðu og líma inn í bókina sína.

Ég táraðist, mér fannst þetta svo sætt! Og líka eitthvað svo leitt að hann hefði ekki komist að deginum áður!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis