fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Margrét hannaði búninga fyrir kvikmynd um Anders Breivik – „Þetta var svolítið mikið“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 7. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er rosalega áhrifarík mynd og ég get ekki hætt að hugsa um hana,“ segir búningahönnuðurinn Margrét Einarsdóttir, en hún sá um 3.600 búninga fyrir kvikmyndina 22 July sem streymiveitan Netflix framleiðir.

Kvikmyndin fjallar um fjöldamorð Anders Behring Breivik í Útey og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á dögunum við frábærar viðtökur. Margrét var viðstödd á frumsýningunni og segir í viðtali við Mannlíf að það hafi tekið töluvert á að fara í gegnum þennan hrylling með aðstandendum myndarinnar.

July 22 er nýjasta afurð Óskarstilnefnda leikstjórans Paul Greengrass, sem er þekktur fyrir kvikmyndirnar United 93, Captain Phillips og þrjár myndir úr spennuseríunni um Jason Bourne. Margrét segir að handritið að 22 July hafa hrifið sig mikið og hin nána samvinna við fjölskyldur fórnarlambanna geri hana einstaka. Myndin byggir á bók Åsne Seierstad, Einn af okkur sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2016, og Greengrass skrifaði handritið í samstarfi við hana.

Margrét hefur meðal annars séð um búningahönnun fyrir kvikmyndirnar Undir trénu, Hrúta, Vonarstræti, The Last King og nýlega háskadramað Arctic með Mads Mikkelsen og Maríu Thelmu Smáradóttur í helstu hlutverkum.

22 July hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og verður gefin út á Netflix í október. Myndin þótti gífurlega umfangsmikið verkefni og fara hátt í níutíu leikarar með hlutverk í myndinni auk rúmlega þrjú þúsund statista og Margrét þurfti að hanna búninga á allan fjöldann.

„Þetta var svolítið mikið,“ viðurkennir Margrét. „En verðugt viðfangsefni og skemmtilegt.“

Þess má geta að 22 July er ekki eina kvikmyndin sem hefur verið gerð um árásína og þennan örlagaríka dag. Norska kvikmyndin Útey (e. Utøya 22. juli) er nú í sýningum í Bíó Paradís og vill svo til að Margrét var beðin um að hanna búningana fyrir þá mynd einnig, en kvikmynd Greengrass varð fyrir valinu í staðinn. Að sögn Margrétar nálgast myndirnar þennan atburð á ólíkan hátt.

Utøya 22. juli er skáldskapur sem byggist á hinum raunverulegu atburðum. Myndin hefst þegar unga fólkið er í sjokki yfir sprengjunni í Osló og er að fullvissa fjölskyldur sínar um að þau sjálf séu óralangt frá sprengjuárásinni. Allt í einu brestur þetta örugga andrúmsloft í mola þegar byssuskot heyrast. Við fylgjumst svo með hinni átján ára Kötju þegar hún berst fyrir lífi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Í gær

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur hvetur okkur til að vera tilbúin með svör í þessum aðstæðum

Ragnhildur hvetur okkur til að vera tilbúin með svör í þessum aðstæðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban