fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Stefán Máni: „Hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og falleg, sem og ógleymanleg“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. júní 2018 18:30

Mynd: Atli Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Máni hélt árið 2016 upp á 20 ára útgáfuafmæli sinnar fyrstu bókar, Dyrnar að Svörtufjöllum, og í ár kemur tuttugasta bók hans út.

En hvaða bækur ætli séu í uppáhaldi hjá Stefáni Mána?

Hvaða barnabók er í eftirlæti:
Sem krakki las ég mikið seríur eins og Bob Moran og Dularfullu-bækurnar eftir Enid Blyton. Ég var sérstaklega mikill Enid Blyton-aðdáandi. En sem foreldri hef ég hrifist mjög af sænskum barnabókum, til dæmis myndabókunum um hann Lúlla og svo Einari Áskeli. Góða nótt, Einar Áskell er í miklu uppáhaldi, ekki síst vegna þess að ég las hana oft fyrir krakkana mína þegar þeir voru litlir og fannst það alltaf jafn gaman.

Hvaða bók er uppáhalds:
Margar bækur eru uppáhalds. Ég er samt líklega meira fyrir uppáhaldshöfunda en bækur. Fyrir utan þá sem ég nefni á öðrum stöðum í þessu spjalli verð ég að minnast á höfunda eins og Gyrði Elíasson, Raymond Carver og William Saroyan. Sögur þessara manna eru eins og eðalvín úr orðum – þeim fylgir ákveðinn andi, stemming, jafnvel litir og lykt. En til að nefna einhverja eina bók þá er nýjasta uppáhaldið mitt Sláturhús 5 eftir Kurt Vonnegut. Ég skrifa aðeins um hana gegnum Hörð, sálufélaga minn, í bókinni Svartagaldri, og vísa bara í þau skrif hér.

Hvaða bók mundirðu mæla með fyrir aðra:
Sölvasögu unglings eftir Arnar Má Arngrímsson. Einfaldlega vegna þess að hún er ein albesta bók sem skrifuð hefur verið á íslensku – og þótt víðar væri leitað. Bókin fór ekki hátt hérna heima en fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í flokki unglingabóka. Að þessi stórkostlega bók hafi ekki fengið meiri athygli hér á Klakanum er gott dæmi um skeytingarleysi okkar gagnvart bókmenntum.

Hvaða bók hefurðu lesið oftast:
Til dæmis skáldsögur Charles Bukowski, Innstu myrkur eftir Conrad og nokkrar bækur eftir Hamsun. Ætli ég hafi ekki lesið Pan oftast af bókum Hamsuns – hún leynir endalaust á sér og er bæði sársaukafull og falleg, sem og ógleymanleg. Að haustnóttum eftir sama höfund hefur svo verið að vinna mikið á undanfarin ár – dimm bók og drungaleg.

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig:
Ætli ég nefni ekki skáldsöguna Post Office eftir Charles Bukowski. Af henni lærði ég margt mikilvægt, eins og að bækur þurfi ekki að fjalla um eitthvað rosalega merkilegt, að best sé að skrifa á mannamáli og að höfundar séu ekki allir snobbaðir og leiðinlegir háskólakennarar. Þetta er bókin sem fékk mig til að trúa að ég gæti skrifað og að ég gæti skrifað um það sem mig langaði að skrifa um.

Hvaða bók bíður þín næst til lestrar:
Sea Wolf eftir Jack London.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Framkvæmdastjóri N1: Pítsufyrirtækið var besti skólinn

Framkvæmdastjóri N1: Pítsufyrirtækið var besti skólinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir