fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Lois Lane leikkonan Margot Kidder látin

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 14. maí 2018 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Margot Kidder, sem þekktust er fyrir að leika blaðakonuna Lois Lane úr Superman myndunum, er látin, 69 ára að aldri.

Kidder lést á heimili sínu í Livingston í Montana-fylki en þetta staðfestir fréttamiðillinn TMZ sem hafði samband við útfarastofuna Franzen-Davis. Dánarorsök eru enn ókunn að svo stöddu en leikkonan hafði átt ævilanga baráttu við geðhvörf og var mikill talsmaður fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum.

Margot í hrollvekjunni The Amityville Horror frá 1979.

Kidder reis til frægðar þegar hún lék á móti Christopher Reeve í Superman frá árinu 1978 og fór hún með hlutverk blaðakonunnar í þremur framhaldsmyndum til viðbótar. Leikkonunni brá einnig fyrir í hryllingsmyndunum The Amityville Horror og Black Christmas auk fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á löngum ferli hennar.

Kidder og Christopher Reeve mynduðu minnisstætt par í Superman myndunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Danskur kantmaður í raðir Víkings
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum