fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Guðdómleg fegurð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. júní 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar áhyggjur hverfa og þreytan líður úr manni þegar maður hlustar á óperutónlist. Útvarpsþátturinn Heimur óperunnar, sem er á dagskrár Rásar 1 á laugardögum í umsjón Guðna Tómassonar, minnir alla á hversu fögur óperutónlistin er. Það þarf reyndar ekkert að sannfæra mig, ég hef haft yndi af óperutónlist allt frá því ég var smástelpa og heyrði hana iðulega á Rás 1.

Þetta var á þeim tímum þegar hlustað var á þá rás alla daga og hún átti stóran þátt í því að ala mann upp í menningaráhuga. Ég er viss um að í dag finnast stelpur og strákar í sömu sporum og ég var fyrir áratugum og verða uppnumin þegar þau heyra í fyrsta sinn Maríu Callas syngja Casta Diva og Pavarotti syngja Nessun Dorma.

Þættirnir Heimur óperunnar eru fluttir í tengslum við kosningu sem stendur yfir á RÚV þar sem hlustendur geta valið eftirlætis óperuaríur sínar. Allir tónlistarunnendur ættu að kjósa sínar aríur á ruv.is. Það hef ég þegar gert og er sannfærð um að flestar mínar eftirlætisaríur njóta hylli annarra kjósenda.

Hvernig á annað að vera, jafn stórkostlegar og þær eru. Ég er samt ekki alveg viss um að Söngurinn til tunglsins eftir Dvorak njóti nægilegrar hylli. Það væri synd því í þeirri aríu býr guðdómleg fegurð. Maður verður beinlínis lotningarfullur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“