fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Your Song besta lag Elton John

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 17. nóvember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsstöðin ITV gerði nýlega könnun meðal Breta á hvaða lag Elton John væri í mestu uppáhaldi. Sjónvarpsstöðin sýndi síðan þátt þar sem niðurstaðan var kynnt og rætt við listamanninn, sem er orðinn sjötugur. Sömuleiðis var talað við vini hans og aðdáendur og vitanlega einnig samstarfsfélaga hans til áratuga, textahöfundinn Bernie Taupin. Elton John sagðist sjálfur búast við að lagið Candle in the Wind yrði hlutskarpast í þessari skoðanakönnun en það fór samt ekki þannig. Lag hans Your Song frá árinu 1970 lenti í fyrsta sæti, en Elton John segist hafa samið lagið á fimmtán mínútum.

Í öðru sæti var Candle in the Wind, hið margfræga lag sem hann samdi um Marilyn Monroe, en breytti síðan textanum og tileinkaði Díönu prinsessu og söng við útför hennar. Í þriðja sæti var Rocket Man. Lag sem börn hans tvö hafa mikið dálæti á, I’m Still Standing, lenti í því fjórða. Í fimmta sæti var hið vinsæla lag úr teiknimyndinni Lion King, Can You Feel the Love Tonight, en söngvarinn segir að það lag hafi fært honum fjölda nýrra aðdáenda. Lagið færði honum einnig Óskarsverðlaun á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“