fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Stiklað yfir Stockfish

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 1. mars 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amana/ Amma
Leikstjóri: Asier Altuna
Spánn

***1/2.

Ekki er oft sem Baskamyndir rata í bíó hérlendis og því forvitnilegt að fá að berja þær augum. Og það er merkilegt hvað myndir þeirra eru að mörgu leyti líkar okkar eigin. Gamla sveitasamfélagið er að hverfa, unga fólkið flytur til borganna. Hér eru þó ekki alveg komnir baskneskir Hrútar, heldur virðist lítil eftirsjá að hefðarveldi þar sem lífshlaupið er ákvarðað við fæðingu. Ömmur mála liti á tré sem segja til um hvort börn verði heimsk, klár eða uppreisnargjörn. Skemmtilegar pælingar og gullfallegar senur inni á milli, en helst til löng á köflum.

The Look of Silence/ Augnaráð þagnarinnar
Leikstjóri: Joshua Oppenheimer
Bandaríkin/Indónesía
****1/2.

Joshua snýr aftur eftir The Act of Killing með fleiri hryllingssögur af fjöldamorðum í Indónesíu. Í þetta sinn er sonur eins fórnarlambsins með honum í för, og virðist leggja sjálfan sig í lífshættu við gerð myndarinnar. Fjöldamorðingjarnir eru sem fyrr iðrunarlausir og hafa gaman af að leika eftir níðingsverkin, en hér er líka lögð áhersla á fórnarlömbin. Eins og Eichmann í Jerúsalem viðurkenna menn gjörðir sínar en taka enga ábyrgð. Áhugaverð stúdía á skuggahliðum mannlegs eðlis, í stríði sem flestum er löngu gleymt. „Við drukkum mannablóð til að halda geðheilsunni“ hlýtur að vera ein af mest sláandi setningum seinni tíma.

El Club/ Klúbburinn
Leikstjóri: Pablo Larrain
Chile
****.

Í hinni frábæru Spotlight er sagt frá blaðamönnum sem fletta ofan af barnaníðingum, en hér er komin hin hliðin á peningnum. Hópur presta sem hafa verið reknir í útlegð eftir brot sín býr saman í smábæ í Chile. Eitt fórnarlambið, sem minnir í útliti á þybbinn Jesú, bankar upp á. Þeir reyna að losna við hann með hinum ýmsu ráðum og sá þarf mikið að þjást, en í gegnum allar kvalir hans fá syndararnir uppreisn æru. Kraftmikil mynd sem ef til vill fer afar nærri kjarna trúarinnar.

Wilkommen in Club/ Velkominn í klúbbinn
Leikstjóri: Andreas Schimmelbusch
Þýskaland
***.

Á sjálfsmorðshóteli nokkru í Berlín er boðið upp á matseðil þar sem fólk getur valið hvernig það helst vill deyja. Það verður þó af viðskiptavini þegar kona ein verður ástfangin af þjóninum. Leikstjórinn er þekktastur fyrir sviðsverk sín og sést það stundum á myndinni. Húmorinn er svo kolsvartur að minnir stundum á Kaurismäki. Hugmyndin er frábær, en helst hefði maður viljað sjá enn meira unnið með hana og er höfundur víst að vinna að skáldsögu um aðra gesti hótelsins. Saga þessi er ekki allra, en þeim sem líkar hún mun líka hún vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu