fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Íslandsbók fyrir börn

Margrét Tryggvadóttir sendir frá sér bók – Linda Ólafsdóttir myndskreytir – 50 opnur um það sem einkennir Ísland

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 6. október 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsbók barnanna er barnabók eftir Margréti Tryggvadóttur með myndum eftir Lindu Ólafsdóttur. Margrét, sem er myndritstjóri, var um tíma þingmaður en vinnur nú við ritstörf, myndstjórn fyrir bókaforlög og textaritstjórn. Íslandsbók barnanna er fjórða barnabók hennar. „Bókin er hugsuð fyrir börn og fjölskyldur og fjallar í máli og myndum um Ísland, í víðri skilgreiningu. Þar er sagt frá náttúru, dýrum, ýmsum stöðum, tungu og þjóð. Hver opna er heild og á henni er fjallað um ákveðið efni í máli og myndum. Á þessum 50 opnum förum við í myndefninu í gegnum heilt ár og sýnum allar árstíðirnar,“ segir Margrét.

„Bókin var mjög lengi í fæðingu. Hún átti upphaflega að koma út vorið 2009 og vera ferðabók fyrir krakka með ljósmyndum. Ég var búin að fara hringinn í kringum landið til að taka myndirnar og viða að mér efni. Bókin kom ekki út 2009 vegna þess að útgefandinn treysti sér ekki til þess. Bókin átti að vera í lit og prentuð í útlöndum en prentkostnaður var allt í einu orðinn tvöfalt hærri en áður. Þannig að útgáfunni var frestað. Svo datt ég inn á þing og þegar því ævintýri lauk þá langaði mig ekki til að gefa út ferðabók þar sem lögð var áhersla á að fara sem víðast um landið. Forlagið tók boltann og þá fæddist hugmynd að Íslandsbók með teikningum.

Næsta skref var að finna teiknara til að vinna með og mig langaði til að fá teiknara sem hefði ekki mikið teiknað landið okkar. Linda Ólafsdóttur lærði í Bandaríkjunum og vinnur mikið þar líka. Hún hefur þó myndskreytt íslenskar bækur líka og ég veðjaði á, og það var alveg rétt hjá mér, að hún myndi ekki detta í klisjurnar heldur finna sitt Ísland. Hún er mjög frumleg í nálgun sinni og er ekki að teikna eða mála Ísland eins og aðrir hafa gert það. Ég get ekki ímyndað mér að það hefði verið hægt að gera betur en hún gerir í þessari bók.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fimmtíu málverk

Bókin er sneisafull af fróðleik en hvað ber að varast þegar fróðleikur er borinn á borð fyrir börn? „Aðalatriðið er að vera ekki leiðinlegur og textinn má ekki vera of langur,“ segir Margrét. „Frásögnin í þessari bók er ekki línuleg og það er hægt að grípa niður í henni hvar sem er. Það er líka mjög auðvelt að detta ofan í myndirnar og gleyma sér við að skoða þær.
Ég vildi gera bók sem krakkar, sem lesa ekki endilega mikið, opna oft og lesa sér þar til um ólíka hluti og uppgötva dag einn að þeir eru búnir að lesa alla bókina.“

Bókin er öll hin glæsilegasta og Margrét er að vonum ánægð með útkomuna. „Ég er alveg óskaplega ánægð. Það er ekki sjálfgefið að vandað sé svo mjög til hönnunar og prentunar á barnabók. Þarna ákváðu menn að gera þetta almennilega og myndirnar hennar Lindu eru hreint dásamlegar. Hún málaði þær allar í raunstærð þannig að í rauninni liggja þarna fimmtíu málverk að baki.“

Linda Ólafsdóttir myndskreytir Íslandsbókina.
Norðurljós Linda Ólafsdóttir myndskreytir Íslandsbókina.

Ekki hægt að hætta í pólitík

Ekki verður komist hjá því að impra á pólitíkinni en Margrét lenti í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún var hins vegar færð niður um tvö sæti vegna reglna flokksins um aldur og kyn. Hún segist ekki reið vegna þessarar niðurstöðu og er hvergi hætti í pólitík. „Ég held að það sé ekki hægt að hætta í pólitík vegna þess að lífið er pólitík,“ segir hún. „Ég ætla að halda áfram að starfa með Samfylkingunni. Mér líður mjög vel í þessum hópi en það eru dálítið asnalegar reglur hjá þeim. Ég veit að öllum hlutaðeigandi þótti þetta óskaplega leiðinlegt.“

Spurð hvort hana langi aftur á þing en hún sat á þingi á árunum 2009–2013 fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna segir hún: „Mig langar til að klára ákveðin verkefni og koma á réttlátara og heilbrigðara samfélagi og það eru margar leiðir til að gera það. Það er ekkert heilbrigt við það að sumir arðræni okkur hin.

Síðustu ár hef ég verið að skrifa og ég finn að ég er ennþá með í umræðunni og mér þykir mjög vænt um það. Ég búin að finna pólitískan vettvang sem ég vil starfa á, en hvort ég verð einhvern tímann aftur á þingi verður bara að koma í ljós.“

Hún segist hafa ánægju af starfi sínu sem myndritstjóri. „Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf. Mig langar líka til að skrifa meira og sinna þýðingum, en ég vann við þær fyrir hrun og fannst það ótrúlega skemmtilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru