fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Íslenskir fuglar í lykilhlutverki

Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir sýnir í Gallerí Gróttu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 10. september 2016 23:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýning Ragnhildar Þóru Ágústsdóttur, Allt nema fuglinn fljúgandi, er í Gallerí Gróttu og mun standa til 30. september. Viðfangsefni á sýningunni eru náttúrumyndir þar sem íslenskir fuglar eru í lykilhlutverki. Ragnhildur vinnur verk sín með vatnslitum, gouache og kaffi á pappír. Listakonan er fædd í Stykkishólmi en býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Roger Williams University í Bandaríkjunum árið 2002.

Spurð um fuglamyndir sínar segir Ragnhildur: „Frá því ég útskrifaðist hef ég nánast einungis unnið með olíu á striga. Á námsárunum vann ég stórar og miklar abstrakt myndir þar sem ég reyndi að fá olíuna til að hegða sér eins og vatnsliti. Einnig skrifaði ég óhemju mikið af abstrakt ljóðum og örsögum. Eftir að ég kom heim breyttist allt þetta og ég fór að vinna figúratíft og með meira raunsæi að leiðarljósi. Fyrstu árin voru verkin dýr á flötu landslagi, nokkurs konar leikmynd, en þróunin varð í átt að hortus conclusus eða afgirtum görðum sem er listakonsept frá miðöldum. Þessa garða fyllti ég með með trjám, blómum, jurtum og svo fuglum. Fyrir þremur árum kom tímabil þar sem ég gat ekki unnið með olíuna og ég ákvað að nýta tímann og gera nokkurs konar stúdíur og fugla. Þetta æxlaðist svo þannig að ég fór að mála aftur með olíunni en hætti aldrei að gera fuglana.“

Hvaða fyrirmyndir hefurðu þegar þú gerir fuglamyndir. Skoðarðu til dæmis ljósmyndir af hinum ýmsu tegundum?

„Hér áður fyrr fóru listamenn út, skutu fugla, stoppuðu þá upp og gerðu síðan gullfallegar myndir. Gott dæmi um það er John Audubon sem er frægastur fyrir Birds of America en hann drap mörg þúsund fugla í nafni listarinnar. Ég er svo mikill dýravinur að mig hryllir við þeirri hugmynd. Ég tek saman margar myndir sem ég skissa út frá og hef til hliðsjónar og vinn síðan mín eigin verk.“

Ragnhildur er lengi að gera hverja mynd. „Það er mynd á sýningunni sem ég byrjaði að mála árið 2013 og kláraði ekki fyrr en í fyrra. Þetta er tímafrekt en venjulega tekur tvo til þrjá mánuði að mála hverja mynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“