fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Drifkraftur bókaútgefandans

Páll Valsson er nýr útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 6. ágúst 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir


Páll Valsson er nýr útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts. Hann var um árabil ritstjóri og útgáfustjóri hjá Máli og menningu en á síðustu árum hefur hann starfað sem bókmenntaráðunautur í hlutastarfi hjá Forlaginu, sinnt ritstjórn, kennslu og skrifað bækur.

„Tilboð um þetta starf kom skyndilega upp í hendurnar á mér. Ég hugsaði mig lengi um því ég hef í um aldarfjórðung unnið fyrir Forlagið og þau forlög sem þar eru innanbúðar. Að lokum var það þó of freistandi að fara á nýjan stað og takast á við ný verkefni,“ segir Páll. „Mér hefur alltaf verið hlýtt til Bjarts sem var stofnað af æskuvini mínum Snæbirni Arngrímssyni og er fagurbókmenntaforlag sem mér hugnast vel. Ég vona að ég geti lagt þar gott til.“

Páll gjörþekkir íslenskan bókmenntaheim og er spurður hvort hann taki einhverja höfunda með sér til Bjarts fyrir utan þá sem þar eru þegar fyrir. „Höfundar ráða sjálfir sínum næturstað,“ segir hann. „Ég er ekki að rótast í höfundum, reyna að fá þá með mér eða stilla þeim upp við vegg. Ég hlakka hins vegar til að vinna með þeim íslensku höfundum sem nú eru á vegum Bjarts og þeir verða vonandi fleiri.“

Fagurbókmenntir ekki hvellsölubækur

Páll segist hafa áhuga á að auka útgáfu þýddra samtímabókmennta. „Mér finnst bókaútgefendur hafa orðið aðeins slappari í því að koma góðum erlendum samtímabókmenntum á íslenska tungu. Þar ætla ég að reyna að beita mér. Það er afar mikilvægt fyrir bókmenntirnar í landinu, sem og íslenska tungu, að það sem er merkilegast skrifað í veröldinni á hverjum tíma komi sem fyrst út á íslensku.“

Nú er vitað að þýddar fagurbókmenntir seljast lítið meðan glæpasögur seljast í bílförmum. Er hægt að breyta þessu eða þarf kannski ekki að breyta þessu?

„Þarna þarf að vera jafnvægi. Menn tala oft af lítilsvirðingu um sölubækur en mergur málsins er að sölubækurnar halda bókaútgáfu gangandi. Það er ekkert að því að gefa út svokallaðar sölubókmenntir, svo framarlega sem þær eru almennilega úr garði gerðar, á sæmilegu máli og svo framvegis. Hagnaðinn má síðan nota til þess að gefa út bækur sem seljast hægar.

Allir höfundar vilja vitaskuld vera lesnir, annars væru þeir tæplega að skrifa. Fagurbókmenntir eru hins vegar í fæstum tilvikum hvellsölubækur. Útgefandi gefur yfirleitt út bók af því honum finnst hún góð og trúir því að einhverjum öðrum muni líka þykja hún góð og að verkið muni að lokum rata til sinna þótt það geti tekið tíma. Þetta er sjálfur drifkrafturinn sem rekur bókaútgefendur áfram.“

Fólk les ekki lengur jafnmikið og tíðkaðist hér áður fyrr. Er það ekki stöðugt áhyggjuefni?

„Það er sjálfsagt full ástæða til þess að hafa áhyggjur en þá er að gera eitthvað í málinu. Enn sem komið er eru bækur í annarri stöðu en til dæmis tónlist þar sem sala á diskum hefur hrunið. Við höldum enn fast í þann góða sið að gefa bækur í jólagjöf og bókaútgáfa árið um kring hefur aukist. Stóra verkefnið er að tryggja að fólk haldi áfram að lesa. Ef lestur minnkar sífellt ár frá ári þá er þjóðin öll í miklum vanda.“

Bók um Bjarna Thorarensen

Páll er höfundur nokkurra bóka, þar á meðal rómaðrar ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur og ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem fékk á sínum tíma Íslensku bókmenntaverðlaunin. Páll er að lokum spurður hvort fleiri bækur séu á leiðinni.

„Jájá, ég er ekki hættur að skrifa. Ég er með ýmsar bækur í pípunum, um sumar má tala og aðrar ekki. Mig hefur til dæmis alltaf langað aftur á 19. öldina, sem er heillandi tími, og ef guð lofar hef ég ekki sagt mitt síðasta orð þar. Ég er kominn vel áleiðis með bók um Bjarna Thorarensen, sem sjálfsagt er mörgum gleymdur nú, en var bæði mikið skáld og litrík og mótsagnakennd persóna. Ég hef þá trú að ég geti skrifað góða bók um hann.“

„Ég er kominn vel áleiðis með bók um Bjarna Thorarensen.“
Páll Valsson „Ég er kominn vel áleiðis með bók um Bjarna Thorarensen.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga