fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Ofurhetjuþreyta vs. undirhaka

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 31. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirmálar 11. september eru alls staðar í Batman vs. Superman: Dawn of Justice: er Súpermann George W. Bush, sem kallar skelfileg hryðjuverk yfir heiminn vegna íhlutana í siðmenningu sem hann skilur illa? Er Batman Dick Cheney, sem trúir á pyntingar, eða er Lex Luthor Donald Rumsfeld, sem trúir á fyrirbyggjandi aðgerðir? Slíkar vangaveltur hverfa hins vegar fljótt í skuggann á spurningunni sem allir hafa verið að spyrja síðan í leikskóla: Hvor myndi vinna í slag, Batman eða Superman?

Leðurblökumaðurinn Affleck

Fyrst góðu fréttirnar. Ben Affleck er eins og fæddur í hlutverk Batman, þrátt fyrir örlitla undirhöku. Undarlegt að engum skuli hafa dottið það í hug fyrr. Jesse Eisenberg lék áður Mark Zuckerberg og er því rökrétt val fyrir illmennið Lex Luthor. Henry Cavill er mátulega yfirnáttúrulegur sem Superman en tekst síður upp sem Clark Kent. Og í því er galli hans fólginn. Ólíkt útgáfu Christophers Reeve nær maður engri tengingu við mannlegu hliðar persónunnar, enda virðast allir vita að Kent er Superman hvort eð er.

Þetta er því miklu frekar mynd Batman, sem er hér í forsvari fyrir það góða í manninum, þótt sú regla að hann drepi ekki fólk, sem var í hávegum höfð hjá leikstjóranum Christopher Nolan, fari fyrir lítið. Uppbyggingin er hin ágætasta, jafnvel sú klisjukennda lausn að láta menn verða óvini sökum vondra drauma er ágætlega útfærð. Ofurhetjur DC spila ávallt í sömu tóntegund sem er hádramatík. En vangaveltur um hvort Superman sé guð og hversu langt hetjur megi ganga í vondum heimi fara fljótt fyrir lítið.

Ofurhetjuþreyta

Að lokum er maður eiginlega farinn að gleyma hvers vegna maður var spenntur til að byrja með, en man að maður var það samt.

Eins og í Superman-myndinni Man of Steel er allt of löngum tíma eytt í lokaslag sem er of líkur öllum öðrum slíkum. Það eru líka mistök að tjalda Wonder Woman til strax, enda er saga hennar illa unnin. Hún á mun betra skilið en að vera þriðja hjólið í þessum trekant. Í stað þess að einbeita sér að átökum Batman, Superman og Lex Luthor birtist skrímsli á svæðinu sem er alveg eins og öll önnur Hollywood-skrímsli. Að lokum er maður eiginlega farinn að gleyma hvers vegna maður var spenntur til að byrja með, en man að maður var það samt.

Stóra spurningin er þó kannski hvers vegna menn kvikmynda ekki bara Batman-teiknimyndasögur Franks Miller, sem gerðu þetta allt svo miklu betur, í stað þess að vera stöðugt að vísa í þær. Sú von virðist hins vegar endanlega úti. Það er komin talsverð ofurhetjuþreyta í áhorfendur, og það telst Batman vs. Superman til tekna að það er unnið með þessa þreytu (áhorfendur í myndinni eru flestir skeptískir á ofurhetjur), án þess að það takist að vinna úr henni. Nú liggur boltinn hjá Captain America: Civil War. Vonandi tekst henni að lífga formið við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins