fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Að drepa Hitler

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 18. mars 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir kvikmyndadagar eiga sér kannski ekki jafn langa hefð hérlendis og þeir frönsku, en eru nú haldnir í sjötta sinn í Bíó Paradís og eru að verða fastur liður í menningardagatali borgarbúa. Heilar þrjár myndir fjalla um nasismann í einhverri mynd, nýnasista eða þá gömlu, og ein af þeim er einmitt opnunarmyndin Elser.

Leikstjórinn Oliver Hirschbiegel gerði hina stórgóðu Der Untergang, en sjaldan hefur æðstu lögum nasismans verið jafnvel lýst og þar. Síðast gerði hann Hollywood-mynd um Díönu prinsessu sem hlaut heldur dræmar viðtökur, en hér snýr hann aftur á heimaslóðir. Segir myndin frá andspyrnumanninum Johann Georg Elser sem reyndi að drepa Hitler rétt eftir að seinni heimsstyrjöldin hófst, og munaði aðeins tæpu korteri að sprengjan hefði bundið enda á feril þessa versta manns allra tíma áður en honum tókst að fremja flest sinna voðaverka.

En á meðan Der Untergang, eða hin nýlega Son of Saul sem enn er í sýningu, sýndi hliðar á tímabilinu sem maður hafði ekki séð áður, er minna nýtt á ferðinni hér. Sagan er í sjálfu sér áhugaverð og er sögð blátt áfram frekar en að reynt sé að skapa mikið kvikmyndaverk. Við vitum hvernig fer og fáum að fylgjast með því gerast, hinum óhjákvæmilegu pyntingum og skepnuskap sem fylgja í kjölfar tilræðisins, nasistum að gera það sem nasistar gera.

Áhugaverðust er hún í endurlitsköflunum, þegar við fáum að sjá þjóðfélagið skref fyrir skref vera gegnsýrt af nasisma en fáir eru til að andmæla. Að því leyti er hún ágætis yfirlit, en nær ekki sömu hæðum og fyrri verk leikstjóra um tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins