fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 08:59

Samsett mynd. F.v. Pálmar Ragnarsson, Edda Falak, Fjóla Sigurðardóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnssdóttir og Magnús Sigurbjörnsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn síðastliðinn stigu þjóðþekktir Íslendingar fram í myndbandi frá hlaðvarpinu Eigin Konur og lýstu yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Myndbandið hafði yfirskriftina #ÉgTrúi og voru skilaboðin sú að þolendum ofbeldis eigi að vera trúað.

Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, þáttastjórnendur Eigin Kvenna,tóku myndbandið niður í gær. Í samtali við Vísi sagði Edda að það væri „smá leiðinlegt mál“. Hún sagði að í kjölfar birtingu myndbandsins hafi farið alls konar sögur af stað um þátttakendur myndbandsins. Edda fór ekkert nánar út í um hvaða fólk sögurnar væru.

Nú hafa tveir karlmenn, sem tóku þátt í myndbandinu, stigið fram og viðurkennt að þeir hefðu báðir farið yfir mörk kvenna. Þeir Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og rithöfundur, og Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi og bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Myndbandið hefur einnig verið gagnrýnt vegna þátttöku Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Áslaugu Örnu er Sema Erla Serdar, baráttukona fyrir flóttafólk.

Þarf að horfast í augu við að hafa farið yfir mörk

Magnús deildi færslu í Instagram Story þar sem hann viðurkenndi að hafa farið yfir mörk. „Mér þykir það leitt og vil ég biðjast afsökunar,“ segir hann.

Skjáskot/Instagram

Pálmar tók fyrst þátt í umræðunni í síðustu viku þegar hann deildi pistil á Instagram. Færslan sló í gegn, fékk tæplega fimm þúsund „likes“ og var deilt víða um samfélagsmiðla. Í kjölfarið kom hann fram í myndbandi Eigin Kvenna. Pálmar deildi nýrri færslu í gær og sagðist sjálfur mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenfólks í sínu lífi. „Á því vil ég taka ábyrgð og biðjast afsökunar,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pálmαr Rαgnαrssσn (@palmarragg)

„Ég er ekki fullkominn þó ég kjósi að taka þátt í umræðunni […] Við karlmenn megum ekki útiloka að við höfum farið yfir mörk á einhverjum tímapunktum […] Ég hef brugðist góðri vinkonu þegar ég var yngri með því að taka ekki afstöðu. Í kjölfar þessarar umræðu hef ég reynt að bæta fyrir það. Við getum ekki breytt fortíðinni. En við getum breytt því hvernig við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og vinum okkar í framtíðinni,“ skrifar Pálmar á Instagram.

Þátttaka dómsmálaráðherra

Myndbandið #ÉgTrúi fékk mikið lof og var deilt víða. En það hefur einnig verið gagnrýnt, ekki aðeins vegna þátttakendanna sem hafa farið yfir mörk kvenna.

Áslaug Arna dómsmálaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir þátttöku sína í myndbandinu. „Finnst kaldhæðnislegt að sjá ráðherra fordæma kynferðislegt ofbeldi á sama tíma og hann sendir börn og flóttafólk úr landi sem eru iðulega þolendur ofbeldis,“ segir einn netverji á Twitter.

Sema Erla Serdar, baráttukona og stjórnmála- og Evrópufræðingur, gagnrýndi einnig Áslaugu.

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar og áður stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna, fannst þátttaka Áslaugar skondin í þessu samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 3 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já