fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Búi þolir ekki að tæma sigtið í vaskinum: „Eitthvað við slímugt hár sem ég er ekki hrifinn af.“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 1. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búi Bjarmar Aðalsteinsson er hönnuður og rekur hönnunarstofuna Grallaragerðina ehf. Búi vinnur að mestu að samfélagsmiðuðum verkefnum og vinnur þessa stundina að umbótum á móttöku barna í leit að alþjóðlegri vernd í samstarfi við UNICEF á Íslandi.

Hvar líður þér best?
Mér líður mjög vel heima hjá mér, en annars líður mér best þegar ég er að hreyfa mig, hvort sem það er úti í fótbolta eða í ræktinni.

Hvað óttastu mest?
Ég óttast aukna eigingirni og þjóðernishyggju í kjölfar hamfarahlýnunar, þar sem við hættum að hjálpa öðrum og hugsum bara um okkur sjálf.

Hvert er þitt mesta afrek?
Það er náttúrlega að eignast tvö frábær börn og eina frábæra eiginkonu og síðan að syngja í kór. Það hafa allir efast um sönghæfileika mína frá því að ég var barn og því var mjög stór stund að syngja með kór í brúðkaupi.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Vann einu sinni fyrir Gallup við að telja fólk sem kom út úr 10-11. Mig minnir að ég hafi verið tilkynntur til lögreglunnar á endanum, tók mjög langan tíma að sannfæra hana um að ég væri þarna í eðlilegum erindagjörðum.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Búinn á því.

Hvernig væri bjórinn Búi?
Búi er bragðmikill bjór í Vínarstíl með mikilli fyllingu og dökkum blæ. Bruggaður úr íslensku byggi. Sérvalið malt gefur honum rústrauðan lit með keim af gúmmíi og malbiki.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Að hlæja hátt þegar maður prumpar.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Tæma sigtið í vaskinum. Eitthvað við slímugt hár sem ég er ekki hrifinn af.

Besta bíómynd allra tíma?
Eilífa sólskin hins flekklausa huga (e. Eternal sunshine of the Spotless Mind)

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Að geta flogið.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Ætli það sé ekki að stofna fyrirtæki sem hefur það að markmiði að þróa matvæli sem búin eru til úr skordýrum. Endaði með því að sett var á reglugerð sem bannaði alla sölu á matvælum sem innihalda skordýr á Íslandi. Það var samt mjög gaman – fyrir utan reglugerðarpartinn.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
„Ég er örugglega með athyglisbrest“ – Verandi sjálfur greindur með athyglisbrest og ofvirkni þá er maður ekki með athyglisbrest ef maður gleymir einstaka sinnum að taka með sér poka í búðina, og ef einhver heldur að hann sé með athyglisbrest þá mæli ég með því að viðkomandi fari og láti athuga það hjá sálfræðingi eða geðlækni og fái ráðgjöf varðandi það.

Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér?
Að sitja lengi á klósettinu þegar ég er að kúka til þess að fá frið og smá tíma með sjálfum mér.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Ég er á leiðinni í masternám í Hollandi þar sem ég mun nema samfélagsmiðaða hönnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“