fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fókus

Berglind gefur karlmanni í öngum sínum hollráð: „Ég gelti og ýlfraði í loðbúningnum“

Fókus
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 18:00

Berglind Festival.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Berglind Festival mætti sem gestur í útvarpsþáttinn Tala saman þar sem hún gegndi hlutverki sambandsráðgjafa, ef svo má að orði komast. Í umræddum þætti er fjallað um dægurmenningu og ýmist úr hinu daglega lífi á Íslandi. Berglind tók þátt í föstum lið sem gengur út á það að hlustendur þáttarins senda þar inn sögur undir dulnefni um erfiðleika í samböndum og ástarmálum, með einlægar beiðnir um lausnir.

Berglind rannsakað ýmis málefni, rætt við alls konar fólk um allt á milli himins og jarðar og því mætti segja að Berglind hefði ráð undir rifi hverju. Í hljóðverinu situr hún ásamt þáttastjórnendunum Birnu Maríu Másdóttur og Lóu Björk Björnsdóttur og fara þær saman yfir tvær kostulegar sögur. Önnur þeirra kemur frá karlmanni sem kýs að kalla sig Hr. Ráðalaus og loðinn en hér má sjá stytta útgáfu af hjálparbeiðni hans.

Ég á í stökustu vandræðum með erfitt vandamál og er satt best að segja á fremsta hlunn kominn án þess að hafa fundið á því nokkra raunhæfa úrlausn.

Svo er mál með vexti að heitmey mín, sem ég kvæntist fyrir sjö árum, hefur algerlega gerbreyst á innan við árslöngu tímabili. Ég þekki hana varla lengur. Allt hófst þetta vorið 2018, þegar ég stóð hana að því að horfa á klám, og allverulegt magn raunar. Mér fannst það einkennilegt, þar eð hún hefur alla tíð verið stækur femínisti og þar af leiðandi lítill aðdáandi hlutgervingarinnar og kvenfyrirlitningarinnar sem fyrirfinnst í hinu almenna klámi. Í ljós kom þó að hún var alls ekki að horfa á neitt almennt eða eðlilegt klám. Klámið sem hún var að horfa á var stórfurðulegt, og þá varð mér ljóst að hún væri alls enginn nýgræðingur í kláminu.

Þetta kom ansi flatt upp á mig. Ég hafði ekki orðið var við það milli okkar tveggja í svefnherberginu að smekkur hennar hefði umturnast svo sem raun bar vitni, en eftir að ég gekk inn á hana í miðjum klíðum játaði hún við mig að vissulega fengi hún lítið sem ekkert lengur úr hversdagslegum vanillu-samförum okkar. Ég var þó allur af vilja gerður til þess að krydda upp á bólfarirnar og til að byrja með gerði ég heiðvirða tilraun til þess að láta henni eftir fantasíuna.

Kona mín er nefnilega ansi langt leidd inn í trúðslegan heim jaðarklámsins. Til þess að geta fullnægt þörfum hennar þyrfti ég að klæða mig upp í svokallaðan loðbolta-búning, það sem á ensku kallast „furry“. Þess að auki leik ég eftir athöfn sem á ensku kallast „vore“, en hún felur það í sér að hún þykist með einum eða öðrum hætti verða tröllvaxin að stærð og gleypa mig svo með húð og hári.

Þetta gerði ég þó nokkrum sinnum. Ég gelti og ýlfraði í loðbúningnum og lék stórleik þegar hún þóttist gleypa mig í heilu lagi, hrópandi og kallandi á hjálp. En nú er nóg komið og ég einfaldlega get ekki meir. Ég skil þetta engan veginn og heitkona mín virðist mér nánast ókunn.

Hr. Ráðalaus Og Loðinn

 

Berglind segir þennan mann hafa reynt allt sitt besta og er sameiginleg niðurstaða hennar og þáttastjórnenda að fólk hefur skilið fyrir miklu minni sakir en þetta.

„Ég hef verið í svona samböndum og lent í nákvæmlega þessu,“ segir hún og leggur út staðreyndirnar. „Hann reyndi en hún er greinilega ekki búin að reyna neitt. Núna er boltinn hjá henni. Hann er mjög umburðarlyndur,“ segir Berglind. „Þetta er sjúklega erfitt.“

Þá kemur Berglind með þá hugmynd að gæti reynst þessu sambandi góð tilraun að finna sameiginlega fantasíu, en stinga þær stúlkurnar einnig upp á möguleikann á opnu sambandi.

Innslagið, ásamt annarri skrautlegri sögu, má finna í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“
Fókus
Fyrir 1 viku

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“

Atli Þór fer úr Þjóðleikhúsinu í eigin rekstur – „ég er brúklegur sölumaður“
Fókus
Fyrir 1 viku

Króli er Tóti tannálfur

Króli er Tóti tannálfur