fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Endurgera senuna úr „Ghost“

Snoop Dogg og Martha Stewart bregða á leik

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 10:30

Snoop Dogg og Martha Stewart bregða á leik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore í aðalhlutverkum er ein ástsælasta rómantíska mynd allra tíma, en myndin er frá 1990. Nýlega var þekktasta sena myndarinnar endurgerð af mjög sérstöku „pari,“ matardrottningunni Mörthu Stewart og rapparanum Snoop Dogg.

Senan sem um ræðir er atriðið þegar Moore situr við leirkeragerð, lagið Unchained Melody með Righteous Brothers spilar undir og Swayze sest fyrir aftan hana og þau búa til nýtt leirker saman áður en þau kyssast og fallast í faðma. Atriðið er sú sena sem fyrst kemur upp í huga fólks þegar minnst er á myndina og ein af þekktustu kvikmyndasenum allra tíma.

Og núna hafa Martha Stewart og Snoop Dogg endurgert senuna, en um er að ræða kynningarstiklu fyrir seríu tvö af þáttum þeirra Martha & Snoop´s Potluck Dinner Party, sem sýndir eru á VH1 sjónvarpsstöðinni. Í hverjum þætti fá þau þekkta gesti í heimsókn, sem smakka á réttum og gefa þeim einkunn.

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Stewart segir að þó að Snoop Dogg sé einstaklega aðlaðandi þá sé samband þeirra eingöngu á faglegum nótum. „Hann er mjög aðlaðandi, sem manneskja,“ sagði Stewart í viðtali við Good Day New York. „Öllum líkar vel við hann. Það er frábært að hann er svona vinsæll og gestunum líkar vel við hann og koma vel fram við hann. Svo er hann með frábæran húmor.“

Sería tvö byrjar í sýningum 16. október næstkomandi.

Hér er svo atriðið úr kvikmyndinni Ghost til samanburðar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=CXfxUVjHFl0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum