fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Lét nýfædd börn sín horfa á sigurleik Liverpool

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2017 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Green er einn vinsælasti rithöfundur heims en bækur hans, sem ætlaðar eru ungmennum, hafa selst í 50 milljónum eintaka. Green hefur verið kallaður Justin Bieber bókmenntaheimsins. Nýjasta bók hans, sjötta skáldsaga hans, Turtles All the Way Down, fjallar um baráttu unglingsstúlku við alvarlegan kvíða. Höfundurinn byggir þar á eigin reynslu en hann hefur glímt við kvíða. Hann segir að með því að skrifa bókina sé hann að finna leið til að ræða um kvíðann. Green gengur til sálfræðings og tekur kvíðastillandi lyf. Í æsku varð hann fyrir einelti. Móðir hans segir hann hafa verið bráðgáfað barn en tilfinningalega óþroskaðan. „Önnur börn skildu hann ekki og gerðu grín að honum,“ segir hún.

Í dag er hinn fertugi Green heimsfrægur. Árið 2014 komst hann á lista Times yfir hundrað áhrifamestu einstaklinga heims. Hann er kvæntur og á tvö börn, sjö og fjögurra ára. Hann er forfallinn knattspyrnuáhugamaður. Í viðtali við Sunday Times segir hann að í bæði skiptin eftir fæðingu þeirra hafi hann sett hið nýfædda barn í barnastól fyrir framan sjónvarpið og spilað myndband frá úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu árið 2005 þegar Liverpool vann AC Milan eftir að hafa um tíma verið 3-0 undir. Hann segist hafa grátið í bæði skiptin sem hann horfði á leikinn með nýfætt barn sitt sér við hlið. Hann hafi viljað að börnin sæju leikinn eða heyrðu að minnsta kosti lýsinguna því leikurinn sé táknrænn fyrir það að hægt sé að sigra í aðstæðum sem virðast vonlausar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið