fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Arna Ýr fékk boð í siglingu bankamanna: „Viss um að fullt af stelpum hafa farið og dottið í eitthvað svall“

Buðu 600.000 fyrir nærveru hennar – Telur Íslendinga ekki gera svona

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. júlí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna ýr Jónsdóttir, sem vann titilinn Ungfrú Ísland árið 2015, fékk skilaboð frá svissneskum bankamanni, sem kallar sig Frankie J, sem óskaði eftir nærveru hennar í siglingu um Karíbahafið. Arna birti bréfið á Snapchat og í kjölfarið var greint frá þessu hjá Nútímanum. Fram kemur að hann og kollegar hans ætli að halda mikla veislu um borð í snekkju og muni borga henni vel hafi hún áhuga.

Grunar að um „kókaín-nauðgunarpartí“ sé að ræða

Arna segir þetta ekki í fyrsta skipti sem henni hafi borist boð af þessu tagi en henni voru til dæmis boðnar nokkrar milljónir króna fyrir að fylgja mönnum til Dubai. Hún segist þó aldrei svara þessum boðum og varar aðrar stelpur við því að gera það. Þetta gæti virkað freistandi til að byrja með en sennilega sé um að ræða „kókaín-nauðgunarpartý“.

Í samtali við DV segir Arna:

„Ég þekki engan persónulega sem hefur farið í svona ferð en ég er eiginlega alveg viss um að fullt af stelpum hafa farið og dottið í eitthvað svall.“ Hún segist þó ekki hafa heyrt frá neinni stelpu eftir að hún birti bréfið á Snapchat. Hún segist vona að stelpur hér á Íslandi hafi vit á því að vera ekkert að svara þessu.

Bréfið

„Hæ Arna

Ég vona að þú hafir það gott. Ég fékk upplýsingar um þig frá vini sem er fylgjandi þinn á Instagram.

Ég vildi ná til þín af því að ég og fjórir aðrir bankamenn frá Zurich erum að fara til Karíbahafsins í eina viku um miðjan ágúst og við ætlum að leigja risastóra snekkju.

Við ætlum að halda risa veislu í tvo daga á snekkjunni og fleiri veislur í stórum villum hjá vinum okkar dagana þar á eftir. Þetta verður mikið stuð!

Við vildum athuga hvort þú hefðir áhuga á því að koma með okkur í veislurnar á snekkjunni.

Við getum borgað fyrir þig flugfarið (eða sent einkaþotu ef hún er nálægt þér), allt verður borgað fyrir þig í ferðinni og þú færð 6000 dollara (um 600.000 kr) fyrir ómakið.

Láttu mig vita ef þú hefur áhuga og ég get sent þér frekari upplýsingar. Ef þú hefur áhuga þá máttu endilega senda tvær nýlegar ljósmyndir af þér.

Þetta verður frábært og ég hlakka mikið til að fara til Karíbahafsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“