fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Tiger Woods handtekinn – Grunaður um ölvunarakstur

Kylfingurinn lagðist undir hnífinn á dögunum – Óvíst hvenær hann spilar að nýju

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 29. maí 2017 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiger Woods, einn þekktasti kylfingur heims, var handtekinn í Flórída fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt frétt Daily Mail var Tiger færður á nærliggjandi lögreglustöð kl.7.18 á mánudagsmorgun. Honum var sleppt úr haldi rúmum þremur klukkustundum síðar.

Fram kemur í fréttinni að hann eigi yfir höfði sér ákæru vegna málsins.
Þetta er í annað skipti sem Tiger verður uppvís að því keyra undir áhrifum áfengis. Í miðju fjölmiðlafárinu sem myndaðist eftir að upp komst að hann hafði haldið framhjá þáverandi eiginkonu sinni, Elin Nordegren, þá lenti kylfingurinn í árekstri við brunahana. Hann var hinsvegar ekki ákærður fyrir þann gjörning.

Tiger Woods undirgekkst nýlega sína fjórðu skurðaðgerð á baki og er í endurhæfingarferli. Hann hefur ekki leikið golf síðan hann þurfti að hætta keppni á móti í Dubai í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert