Harðir aðdáendur láta smá rigningu ekki stoppa sig
Nokkur fjöldi fólks er kominn í röð fyrir utan Kórinn í Kópavogi vegna tónleika kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber í kvöld. Uppselt er á tónleikana og því má búast við mikilli stemningu í kvöld. Húsið opnar klukkan 19 í kvöld en búist er við því að Bieber stígi á svið klukkan 20.30.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var íbúa í Kórahverfi má sjá að að nokkur fjöldi fólks er þegar farinn að safnast saman fyrir utan tónleikasvæðið. Þessir grjóthörðu aðdáendur Biebers láta rigninguna ekkert á sig fá og ætla væntanlega ekki að missa af neinu og tryggja sér góðan stað á þessum stórtónleikum í kvöld.