Líkt og svo margir þekktir einstaklingar víða um heim þá hefur Ewan McGregor lagt sitt af mörkum til að styðja við starf UNICEF.
Í nýlegu viðtali þar sem hann hvetur fólk til að leggja starfinu lið þá báru tilfinningarnar hann ofurliði þegar hann hugsaði út í öll börnin sem eiga um sárt að binda í heiminum. Leikarinn heimsþekkti brotnaði saman þegar hann bað fólk um að gefa því gaum að börnin sem UNICEF vinnur fyrir eru fólk rétt eins og þú og ég.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem er mjög tilfinningaþrungið og segir það sem segja þarf þrátt fyrir að vera örstutt.