fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fókus

Sonur Michael Douglas laus eftir sjö ára fangavist

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cameron Douglas, sonur bandaríska leikarans Michael Douglas, er laus eftir að hafa setið í fangelsi í tæp sjö ár. Cameron átti raunar ekki að losna úr fangelsi fyrr en árið 2018.

Óhætt er að segja að líf Camerons, sem er 37 ára, hafi ekki verið dans á rósum undanfarinn áratug eða svo. Árið 2010 var hann dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasölu en hann hlaut svo annan dóm þegar hann hugðist smygla heróíni og lyfseðilsskyldum lyfjum inn í fangelsið þar sem hann afplánaði. Dómari skellti fjögurra og hálfs árs dómi ofan á fimm ára dóminn sem hann hafði fengið.

Í umfjöllun New York Post sem fjallar um málið kemur fram að Cameron hafi dvalið um tíma í einangrun eftir að þvagsýni leiddi í ljós að hann hafði neytt fíkniefna í fangelsinu. Þá lærleggsbrotnaði hann í fangelsinu, en grunur leikur á að hann hafi orðið fyrir líkamsárás.

Samkvæmt heimildarmanni New York Post dvelur Cameron nú í New York og segir heimildarmaður blaðsins að hann hafi í hyggju að skrifa bók um reynslu sína. Cameron er eini sonur Douglas sem hann eignaðist með Diandrö Douglas, en þau voru gift í 22 ár. Í dag er Michael kvæntur leikkonunni Catherine Zeta-Jones.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða

116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart

Raunverulegur aldur leikkonunnar kemur aðdáendum verulega á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð mynd af dóttur Pink sem stækkar hratt

Sjaldséð mynd af dóttur Pink sem stækkar hratt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Loksins búinn að upplifa alvöru frelsi“ – Var fastur í vanlíðan í áraraðir

„Loksins búinn að upplifa alvöru frelsi“ – Var fastur í vanlíðan í áraraðir