fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Skrautlegt hjónalíf

Einkalíf Hollywood-stjarna er oft æði skrautlegt og ýmsar stjörnur hafa skipt ört um maka. Fáir geta leikið eftir afrek þeirra stjarna sem hér er fjallað um en þær gengu í hjónaband sjö sinnum eða oftar.

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin glæsilega Zsa Zsa Gabor gekk níu sinnum í hjónaband, en átta þeirra entust ekki nema í nokkur ár, ef þau entust svo lengi. Hún giftist níunda manninum, sem hún er enn gift, Frederic Prinz von Anhalt, árið 1986 og þar sem hann er af aðalsættum fékk Zsa Zsa titilinn prinsessa. Hún þótti með orðheppnustu konum og gerði oft grín að hinum fjölmörgu skilnuðum sínum. Hún er 99 ára gömul, hefur glatað sjón og heyrn og fyrir einhverjum árum þurfti að taka af henni hægri fótinn til að koma í veg fyrir sýkingu. Auk þess þjáist hún af elliglöpum.
Níu hjónabönd Hin glæsilega Zsa Zsa Gabor gekk níu sinnum í hjónaband, en átta þeirra entust ekki nema í nokkur ár, ef þau entust svo lengi. Hún giftist níunda manninum, sem hún er enn gift, Frederic Prinz von Anhalt, árið 1986 og þar sem hann er af aðalsættum fékk Zsa Zsa titilinn prinsessa. Hún þótti með orðheppnustu konum og gerði oft grín að hinum fjölmörgu skilnuðum sínum. Hún er 99 ára gömul, hefur glatað sjón og heyrn og fyrir einhverjum árum þurfti að taka af henni hægri fótinn til að koma í veg fyrir sýkingu. Auk þess þjáist hún af elliglöpum.
Lana Turner var ein þekktasta leikkona í Hollywood á árum seinni heimsstyrjaldar. Hún giftist átta sinnum, sama manninum tvisvar og skildi jafnoft. Þekktastur eiginmanna hennar var sá fyrsti, hljómsveitarstjórinn Artie Shaw, en hann afrekaði það að kvænast átta sinnum, jafnoft og Turner, en hann sagðist vera óforbetranlegur kvennabósi.
Átta hjónabönd Lana Turner var ein þekktasta leikkona í Hollywood á árum seinni heimsstyrjaldar. Hún giftist átta sinnum, sama manninum tvisvar og skildi jafnoft. Þekktastur eiginmanna hennar var sá fyrsti, hljómsveitarstjórinn Artie Shaw, en hann afrekaði það að kvænast átta sinnum, jafnoft og Turner, en hann sagðist vera óforbetranlegur kvennabósi.
Mickey Rooney hóf feril sinn sem barnastjarna og lék allt fram á elliár. Þessi heimsfrægi leikari kvæntist átta sinnum, sömu konunni tvisvar, ein eiginkvenna hans lést eftir átta ára hjónaband þeirra. Fyrsta eiginkona hans var sú frægasta, Ava Gardner. Árið 1978 kvæntist leikarinn áttundu eiginkonu sinni, Joan Chamberlin, og þau eru enn saman.
Fann þá réttu í áttundu tilraun Mickey Rooney hóf feril sinn sem barnastjarna og lék allt fram á elliár. Þessi heimsfrægi leikari kvæntist átta sinnum, sömu konunni tvisvar, ein eiginkvenna hans lést eftir átta ára hjónaband þeirra. Fyrsta eiginkona hans var sú frægasta, Ava Gardner. Árið 1978 kvæntist leikarinn áttundu eiginkonu sinni, Joan Chamberlin, og þau eru enn saman.
Leikarinn Richard Pryor kvæntist sjö sinnum og gekk tvisvar í hjónaband með sömu konunni. Pryor lést 65 ára gamall, árið 2005, og hafði þá verið í hjónabandi með eiginkonu númer sjö í fjögur ár.
Sjö tilraunir Leikarinn Richard Pryor kvæntist sjö sinnum og gekk tvisvar í hjónaband með sömu konunni. Pryor lést 65 ára gamall, árið 2005, og hafði þá verið í hjónabandi með eiginkonu númer sjö í fjögur ár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu