fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Ungfrú Bretland svipt titlinum

Zara Holland sængaði hjá þátttakenda í Love Island

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 17. júní 2016 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zara Holland, sem kjörin var Ungfrú Bretland síðastliðið haust ,hefur verið svipt titlinum. Ástæðan er sú að Zara stundaði kynlíf í vinsælum raunveruleikaþætti á ITV2-sjónvarpsstöðinni.

Þessi tvítuga stúlka er meðal þátttakenda í raunveruleikaþættinum Love Island, en önnur þáttaröð þeirra fór í loftið fyrir skemmstu. Í þættinum sem sýndur var í vikunni sást myndbrot af því er Zara stundaði kynlíf með öðrum þátttakenda, hinum 24 ára Alex Bowen, og það var eitthvað sem aðstandendur Miss Great Britain-keppninnar gátu ekki sætt sig við.

Í yfirlýsingu sem aðstandendur keppninnar sendu frá sér kemur fram að það sé ætlast til þess að þeir sem taka þátt í keppnum á vegum Miss Great Britain – og einna helst þeir sem sigra keppnina – eigi að vera góðar fyrirmyndir. Mun Deone Robertson, sem lenti í 2. sæti í keppninni, taka við skyldum Zöru þar til í haust.

Í þættinum var sýnt viðtal við Zöru sem tekið var daginn eftir nóttina örlagaríku. Þar sagðist Zara hafa valdið sjálfri sér vonbrigðum með hegðun sinni. „Þetta bara gerðist. Þetta er ekki líkt mér. Af hverju gátum við ekki bara farið að sofa?,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram