fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Corey Feldman opnar sig um misnotkun í Hollywood: Segir að Corey Haim hafi verið nauðgað þegar hann var 11 ára

Segir að um hóp valdamikilla vina í Hollywood hafi verið að ræða

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. maí 2016 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Corey Feldman hefur opnað sig um misntokun sem hann varð fyrir í Hollywood þegar hann var enn barn. Feldman, sem í dag er 44 ára, var í hópi barnastjarna í Hollywood á sínum tíma en hann varð heimsfrægur fyrir leik sinn í myndum á borð við The Goonies, Stand by Me, The Lost Boys og Gremlins.

Þungbær reynsla fyrir Corey Haim

Corey lýsti þessari reynslu sinni í viðtali við Hollywood Reporter í vikunni, en þar segist hann hafa verið misnotaður af valdamiklum körlum í bandarískum skemmtanaiðnaði. Hann hafi ekki verið sá eini sem hafi mátt þola misnotkun því nafni hans heitinn, Corey Haim, hafi einnig verið í þeim hópi.

Corey Feldman og Corey Haim voru bestu vinir, en Haim lést árið 2010 eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum. Hann var 38 ára og hafði misnotað lyf um margra ára skeið. Feldman telur að dauða hans megi rekja til þess að hann var misnotaður í æsku, en að sögn Feldmans var Haim nauðgað þegar hann var ellefu ára.

Margir meðvitaðir um misnotkunina

Ummæli Feldmans koma einungis örfáum dögum eftir að leikarinn Elijah Wood sagði að til væri hópur valdamikilla barnaníðinga í Hollywood sem léki lausum hala.

„Honum var nauðgað. Það sem gert var við mig flokkast undir misnotkun en mér var ekki beinlínis nauðgað eins og honum,“ sagði Feldman í viðtalinu. „Hann var ellefu ára. Ég á son sem er ellefu ára og ég get ekki einu sinni gert mér í hugarlund hvaða áhrif það hefði á son minn ef eitthvað þessu líkt myndi koma fyrir hann. Það myndi eyðileggja hann.“

Feldman sagði svo í viðtalinu að margir í Hollywood hefðu verið meðvitaðir um það að þeir mættu þola misnotkun á sínum yngri árum. Samt sem áður hafi enginn stigið fram og reynt að hlífa þeim. Þess má geta að Feldman nafngreinir engan í viðtalinu en sagði að um væri að ræða hóp valdamikilla vina sem einkum hafi beint spjótum sínum að ungum leikurum, drengjum á aldrinum 10 til 16 ára.

Feldman sagðist hafa áhyggjur af því að enn þann dag í dag séu börn misnotuð í Hollywood. „Þeir ná til barna á Twittter, Facebook og segja: Ég er stór framleiðandi og get hjálpað þér. Með tilkomu samfélagsmiðlanna hefur aðgengi fólks að hvort öðru aukist. Þetta er vandamál sem fer stækkandi, ekki minnkandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel