fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Beyoncé gaf út nýja plötu í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Beyoncé gaf út nýja plötu í nótt sem ber heitið Lemonade. Plata þessarar einu skærustu stjörnu tónlistarheimsins verður eingöngu fáanleg á Tidal, en Beyoncé á hlut í fyrirtækinu ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jay Z.

Platan er sjötta breiðskífa Beyoncé frá árinu 2003 en hinar fimm, sem komu út á árunum 2003 til 2013, hafa allar náð efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Síðasta plata hennar, Beyoncé, seldist í 365 þúsund eintökum fyrsta sólarhringinn og því talið nær fullvíst að áskrifendum Tidal-tónlistarveitunnar muni fjölga umtalsvert á næstu dögum.

Meðal þeirra sem koma fram á nýju plötunni eru Kendrick Lamar, The Weeknd, James Blake og Jack White. Tidal sendi frá sér tilkynningu um útgáfu plötunnar í nótt en í henni kom fram að um væri að ræða „hugmyndafræðilegt verkefni um ferðalag kvenna um heima sjálfsþekkingar“.

Platan var gefin út í kjölfar stuttmyndar sem sýnd var á HBO í gærkvöldi með sama nafni. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr stuttmyndinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=BB5zLq1zcdo&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát