fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Birtir sláandi ljósmyndir af afleiðingum líkamsárásar: „Þegar ég kom af sjúkrahúsinu voru börnin mín dauðhrædd við mig“

„Þetta er ekki mamma mín“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 17. mars 2016 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gemma Hilton, þriggja barna móðir frá Rugby í Englandi, birti á fésbókarsíðu sinni á dögunum ljósmyndir af áverkum sem hún hlaut eftir tilefnislausa líkamsárás ókunnugrar konu. Segir að hún sé svo illa útleikin eftir árásina að hennar eigin börn hræðist hana.

„Andlitið á mér ein rjúkandi rúst,“ ritar hún. „Þegar ég kom fyrst af sjúkrahúsinu voru börnin mín dauðhrædd við mig. Þau földu sig inni í skáp og sögðu: „Þetta er ekki mamma mín.“

Segist hún hafa verið að bíða eftir vini sínum fyrir utan bar þegar bláókunnug kona kom til hennar. Segir hún að konan hafi hvíslað eitthvað óskiljanlegt í eyra hennar og sett handlegginn utan um hana. Þegar Gemma hugðist ýta konunni frá sér brást hún ókvæða við og lamdi hana þéttingsfast í andlitið með bjórglasi.

„Ég hrundi niður í gólfið og ég man eftir að hún var að sparka í rifbeinin á mér en ég man lítið hvað gerðist eftir það enda missti ég meðvitund. Þetta er allt í móðu,“ segir hún en hún var þvínæst flutt með hraði á sjúkrahús þar sem við tók 3 klukkustunda aðgerð. Sauma þurfti meira en 50 spor í andlit hennar.

Gemma segir að eins og staðan sé í dag þá geti hún sýnt nein nein svipbrigði: Ef hún reyni að brosa fái hún stingandi verk í höfuðið og annar helmingur andlitsins verði allur dofinn.

„Ég get ekki farið neitt vegna þess að fólk glápir á mig. Núna þegar það er farið að hlýna í veðri þá vilja börnin mín fara út en ég get ekki farið út úr húsi. Ég var óörugg með sjálfa mig áður en árásin varð og sjálfstraustið mitt er núna ónýtt. Ég sit ekki bara uppi með áverka eftir þetta- ég er sködduð fyrir lífstíð. Og ekki aðeins líkamlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““