

Knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson sem leikur með ÍA minnist Felipe Machado fyrrum liðsfélaga sem hann lék með hjá CSKA Sofia á árunum 2008 til 2009. Frá þessu er greint á RÚV en þriggja daga þjóðarsorg er nú í Brasilíu eftir hryllilegt flugslys sem átti sér stað í nótt. Um borð voru 81 en aðeins sex komust lífs af. Um borð í vélinni voru liðsmenn knattspyrnuliðsins Chapecoense sem voru á leið til Kólumbíu til að spila úrslitaleik í Suður-Ameríkukeppni félagsliða.
Garðar segir:
Afar sorglegt að heyra um andlát fyrrum liðsfélaga míns hjá CSKA, Filipe Machado og liðsfélaga hans hjá Chapecoense sem létust þegar flugvél þeirra hrapaði í Kólumbíu í gær. Bið fyrir og hugur minn er hjá fjölskyldu hans og fjölskyldum allra þeirra sem voru um borð.