fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Móðir sem missti barn biður fólk um að hugsa sig vandlega um áður en það fer í ófrjósemisaðgerð

Tveggja mánaða dóttir konunnar lést maí

Kristín Clausen
Laugardaginn 1. október 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja barna móðir ráðleggur fólki að hugsa sig vel um áður en það fer í ófrjósemisaðgerð. Konan missti tveggja mánaða dóttur í maí en samhliða fæðingu stúlkunnar, sem var tekin með keisara, lét hún taka sig úr sambandi.

Katherine Lawson, sem er 27 ára, og er búsett í Perth á Bretlandi tók ákvörðunina um að fara í ófrjósemisaðgerð í samráði við eiginmann sinn þegar von var á stúlkunni í heiminn.

Hjónin ákváðu að þar sem þeim langaði aðeins að eiga þrjú börn þá væri ekkert því til fyrirstöðu að annað þeirra færi í ófrjósemisaðgerð. Þá þótti þeim skynsamlegast að Katherine færi í aðgerðina samhliða keisaraskurðinum.

Hamingjan breyttist í martröð

Dóttir hjónanna, sem fékk nafnið Imogen, kom í heiminn þann 23. febrúar síðastliðinn.

„Fæðingin gekk vel og þegar við heyrðum hana gráta í fyrsta skiptið horfðum við á hvort annað og brostum. Á þessu augnabliki vissum við að við værum búin að eignast dóttur þar sem gráturinn hennar var allt öðruvísi en grátur strákanna.“

Þetta segir Katherine í samtali við Daily Mail en þeim grunaði þó að eitthvað gæti verið að barninu þar sem læknarnir í herberginu stóðu lengi yfir henni og skoðuðu hana gaumgæfilega. Þeir sögðu þó foreldrunum að það væri ekkert að óttast.

Í fyrstu töldu læknarnir að Imogen væri með vökva í lungunum svo þeir fóru með hana á barnaspítalann þar sem átti að gera frekari rannsóknir.

Í millitíðinni var Katherine tekin úr sambandi líkt og hún hafði óskað eftir fyrir fæðinguna.

Nokkrum klukkustundum síðar þegar Katherine var búin í ófrjósemisaðgerðinni og komin aftur inn á stofuna þar sem þau höfðu beðið í dágóða stund ákvað eiginmaður hennar, Ben, að fara upp á barnspítalann og athuga stöðuna.

Þar blasti við honum sjón sem hann mun aldrei gleyma. Búið var að tengja Imogen við allskonar slöngur og tæki en lungun hennar höfðu þá fallið saman. Hún gat ekki andað nema með aðstoð öndunarvélar.

Í framhaldinu fengu foreldrarnir þær fréttir að það þyrfti að flytja Imogen á annað sjúkrahús sem væri betur í stakk búið að takast á við veikindi hennar. En hún var sömuleiðis með alvarlegan hjartagalla.

Hélt á henni í fjórar klukkustundir

Katherine segir að næstu dagar á eftir séu í hálfgerðri móðu. Á meðan Imogen barðist fyrir lífi sínu reyndi hún að vera til taks á sama tíma og hún var að jafna sig eftir uppskurðinn.

Móðir hennar fékk ekki, sökum sýkingahættu, að halda á dóttur sinni fyrr en hún var orðin tveggja vikna gömul. Þá sat hún með hana í fanginu í 4 klukkustundir. En á þeim tímapunkti var Imogen enn í öndunarvél og batahorfur ekki góðar. Hún lést þann 6. maí síðastliðinn af völdum veikindanna.

Sér eftir ófrjósemisaðgerðinni

Katherine vonast til þess að frásögn hennar verði til þess að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það tekur ákvörðun um að fara í ófrjósemisaðgerð, þá sérstaklega samhliða keisaraskurði. „Þar sem við ætluðum bara að eiga þrjú börn og datt aldrei til hugar að eitthvað gæti komið fyrir þau fannst okkur þetta rétt ákvörðun.“

Ef þau ákveða að eignast fjórða barnið, sem Katherine telur líklegt, þá þarf hún annað hvort að gangast undir stóra aðgerð sem gæti snúið ófrjósemisaðgerðinni við, en það eru litlar líkur á að hún heppnist og hún er mjög dýr. Annar kostur í stöðunni er að hún fari í glasafrjóvgun sem er jafnframt mjög dýrt og erfitt ferli.

Hún kveðst í dag sjá mikið eftir ákvörðuninni. „Það er ekki hægt að taka þetta tilbaka og þess vegna ráðlegg ég fólki að bíða því maður veit aldrei hvað gerist næst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Í gær

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu