fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fókus

Söng í minningu bróður síns í eftirminnilegri áheyrnarprufu: Dómarar tárvotir í lokin

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. september 2016 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19 ára gamli Christian Burrows vann hugi og hjörtu dómara í áheyrnarprufum fyrir bresku X Factor þættina nú á dögunum. Söng hann þar frumsamið lag byggt á erfiðri persónulegu reynslu. Þegar hann hafði lokið flutningum átti dómnefndin vægast sagt erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum.

„Ég er með lag um bróður minn sem dó þegar ég var lítill. Þetta er lag er mér allt. Bara mamma hefur fengið að heyra það. Ég held aðég sé tilbúinn að flytja það,“ sagði Christian áður en hann hóf flutning sinn á laginu sem ber nafnið Thunder Bird.

Í samtali við Mirror segir Christian að litli bróðir hans hafi verið aðeins þriggja mánaða gamall þegar hann lést úr vöggudauða. Þegar hann flutti lagið í fyrsta skipti fyrir framan foreldra sína hafi það hins vegar tekið svo á þau að hann lofaði að spila það ekki aftur. Í áheyrnarprufunni þurfti hann hins vegar að velja nýtt lag til að flytja á staðnum og kom þá lagið Thunder Bird upp í hugann. Hann ákvað því næst að taka sénsinn.

Óhætt er að segja að þessi skyndiákvörðun Christian hafi borgað sig margfalt en hann hlaut umsvifalaust fjögur já frá dómnefndinni eftir að hann hafði lokið flutningum.

„Þú sýndir mikinn kjark með þessum flutningi vegna þess að þetta lag er svo persónulegt. Ég veit ekki hvernig þú fórst að þessu en það er mikilvægt að þú lést vaða vegna þess að þetta sýndi mér hver þú ert sem listamaður og sem persóna. Og þú ert virkilega hæfileikaríkur,“ sagði Simon Cowell meðal annars.

Hér má sjá frammistöðu Christian.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=o_bmQyYaCyM?list=PLLJQHjmJHb1p8MDT36T0xt8Z8nU_q22_y&w=600&h=480]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
Fókus
Í gær

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði
Fókus
Í gær

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn var að lifa tvöföldu lífi – „Hvernig gat hann gert mér þetta?“

Eiginmaðurinn var að lifa tvöföldu lífi – „Hvernig gat hann gert mér þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það