fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Drykkjan drap þau

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvuleiki, eins og sannaðist á þessum heimsfrægu stjörnum. Bakkus varð þeim að falli.

Veronica Lake var stórstjarna í Hollywood á tímum seinni heimsstyrjaldar og konur um allan heim stældu hárgreiðslu hennar. Leikkonan giftist fjórum sinnum og skildi jafnoft. Drykkjusýki átti þátt í fallandi gengi hennar í Hollywood. Hún greindist með skorpulilfur og lést fimmtug úr lifrarbólgu.
Veronica Lake Veronica Lake var stórstjarna í Hollywood á tímum seinni heimsstyrjaldar og konur um allan heim stældu hárgreiðslu hennar. Leikkonan giftist fjórum sinnum og skildi jafnoft. Drykkjusýki átti þátt í fallandi gengi hennar í Hollywood. Hún greindist með skorpulilfur og lést fimmtug úr lifrarbólgu.
Errol Flynn þótti einn kynþokkafyllsti karlmaður heims á fjórða og fimmta áratugnum. Hann var kvennamaður og drykkjumaður og lifði hratt. Hann fékk skorpulifur og lést úr lungnasjúkdómi þegar hann var fimmtugur. Líkami hans var þá, að sögn þess sem krufði hann, svo illa farinn að hann minnti á líkama gamals manns.
Errol Flynn Errol Flynn þótti einn kynþokkafyllsti karlmaður heims á fjórða og fimmta áratugnum. Hann var kvennamaður og drykkjumaður og lifði hratt. Hann fékk skorpulifur og lést úr lungnasjúkdómi þegar hann var fimmtugur. Líkami hans var þá, að sögn þess sem krufði hann, svo illa farinn að hann minnti á líkama gamals manns.
Saga Jack Wild er dapurleg. Hann sló í gegn sem Hrappur (The Artful Dodger) í söngvamyndinni Oliver þar sem hann var fullur af fjöri og sjarma. Tólf ára gamall byrjaði hann að reykja og sautján ára gamall var hann farinn að drekka ótæpilega. Tuttugu og eins árs gamall var hann orðinn alkóhólisti og þjáðist af sykursýki. Drykkjan eyðilagði leikferil hans og hjónaband. „Lífsstíll minn gerði mig að tifandi tímasprengju,“ sagði hann. Hann hætti að drekka árið 1989. Hann hvatti unga leikara til að gera ekki sömu mistök og hann hafði sjálfur gert og sá svo eftir. Þegar Daniel Radcliffe hreppti hlutverk Harry Potter skrifaði Wild honum opið bréf þar sem hann varaði við hættunum sem fylgja því að vera barnastjarna. Árið 2000 greindist Wild með krabbamein í munni og sagði sjálfur að það væru afleiðingarnar af reykingum sínum og drykkju. Fjarlægja varð tungu hans og raddbönd. Hann lést árið 2006, 53 ára.
Jack Wild Saga Jack Wild er dapurleg. Hann sló í gegn sem Hrappur (The Artful Dodger) í söngvamyndinni Oliver þar sem hann var fullur af fjöri og sjarma. Tólf ára gamall byrjaði hann að reykja og sautján ára gamall var hann farinn að drekka ótæpilega. Tuttugu og eins árs gamall var hann orðinn alkóhólisti og þjáðist af sykursýki. Drykkjan eyðilagði leikferil hans og hjónaband. „Lífsstíll minn gerði mig að tifandi tímasprengju,“ sagði hann. Hann hætti að drekka árið 1989. Hann hvatti unga leikara til að gera ekki sömu mistök og hann hafði sjálfur gert og sá svo eftir. Þegar Daniel Radcliffe hreppti hlutverk Harry Potter skrifaði Wild honum opið bréf þar sem hann varaði við hættunum sem fylgja því að vera barnastjarna. Árið 2000 greindist Wild með krabbamein í munni og sagði sjálfur að það væru afleiðingarnar af reykingum sínum og drykkju. Fjarlægja varð tungu hans og raddbönd. Hann lést árið 2006, 53 ára.
William Holden hlaut Óskarsverðlaun árið 1953 fyrir leik sinn í myndinni Stalag 17 og átti langan og farsælan kvikmyndaferil. Hann var í þrjá áratugi kvæntur leikkonunni Brendu Marshall en átti í ástarævintýrum með öðrum konum þar á meðal Audrey Hepburn. Síðustu árin var hann í sambandi með leikkonunni Stephanie Powers. Holden var mikill drykkjumaður. Kvöld eitt árið 1981 var hann einn heima og drukkinn þegar hann datt og rak höfuðið í borð. Honum blæddi út. Lík hans fannst fjórum dögum síðar.
William Holden William Holden hlaut Óskarsverðlaun árið 1953 fyrir leik sinn í myndinni Stalag 17 og átti langan og farsælan kvikmyndaferil. Hann var í þrjá áratugi kvæntur leikkonunni Brendu Marshall en átti í ástarævintýrum með öðrum konum þar á meðal Audrey Hepburn. Síðustu árin var hann í sambandi með leikkonunni Stephanie Powers. Holden var mikill drykkjumaður. Kvöld eitt árið 1981 var hann einn heima og drukkinn þegar hann datt og rak höfuðið í borð. Honum blæddi út. Lík hans fannst fjórum dögum síðar.
Oliver Reed var alræmdur fyrir drykkju sína með tilheyrandi fyrirgangi. Hann var í fríi frá kvikmyndaleik í The Gladiator og var á krá þegar hann var manaður í að fara í drykkjukeppni. Hann hafði að sögn samstarfsfélaga ekki drukkið mánuðum saman en skellti sér í keppnina með þeim afleiðingum að hann fékk hjartaáfall og lést. Hann var 61 árs. Leikstjóri Gladiator, Ridley Scott, tileinkaði myndina minningu Reed.
Oliver Reed Oliver Reed var alræmdur fyrir drykkju sína með tilheyrandi fyrirgangi. Hann var í fríi frá kvikmyndaleik í The Gladiator og var á krá þegar hann var manaður í að fara í drykkjukeppni. Hann hafði að sögn samstarfsfélaga ekki drukkið mánuðum saman en skellti sér í keppnina með þeim afleiðingum að hann fékk hjartaáfall og lést. Hann var 61 árs. Leikstjóri Gladiator, Ridley Scott, tileinkaði myndina minningu Reed.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu