fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fókus

Breytir dauðum dýrum í dróna

Auður Ösp
Mánudaginn 15. ágúst 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn hollenski Bart Jansen á sér áhugamál sem seint verður talið hefðbundið. Dagdaglega vinnur hann við að smíða húsþök en í tómstundum dundar hann sér við að taka hræ af dauðum dýrum og breyta þeim í flygildi, eða svokallaða dróna.

Upphafið má rekja til þess að árið 2012 þurfti Jansen að sjá á eftir kettinum sínum Orville sem varð fyrir bíl. Honum nægði ekki að grafa Orville heldur vildi hann gera eitthvað annað – og meira. Kisinn hafði verið skírður í höfuðið á öðrum af Wright bræðum- sem urðu þeir fyrstu í sögunni til að koma mannaðri vélflugu á loft- og þaðan er hugmynd Jensen komin.

Fékk hann verkfræðinginn Arjen Beltman til liðs við sig og líkt á sjá má á meðfylgjandi myndbandi hafa þeir félagar nýtt sér hræ af köttum, strútum, rottum og hákörlum.

Erlendir miðlar hafa undanfarin keppst við að segja frá þessu sköpunarverki tvíeykisins sem vitanlega hafa fengið sinn skerf af gagnrýni. Sjálfir svara þeir ásökunum um grimmd og dýraníð á þann veg að þeir notist eingöngu við hræ af dýrum sem drepist af slysförum eða þeir hafa fengið gefins. Vinna þeir nú að því að breyta kú í þyrlu sem ætluð er til fólksflutninga.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=w8yaaaAZ4r4&w=600&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Öllum hollt að læra að þekkja beinagrind kerfisins sem við köllum samfélag“

„Öllum hollt að læra að þekkja beinagrind kerfisins sem við köllum samfélag“