Leikkonan Megan Fox og eiginmaður hennar, fyrrum Beverly Hills stjarnan, Brian Austin Green eignuðust sitt þriðja barn þann 4. ágúst síðastliðinn.
Drengurinn sem fékk nafnið Journey River Green er jafnframt þriðji sonur hjónanna. Fyrir eiga þau hinn þriggja ára Noah og tveggja ára Bodhi.
Það vakti mikla athygli í apríl þegar Megan Fox sást með óléttubumbu í Las Vegas. Þá höfðu hjónin verið skilin að borði og sæng í nokkra mánuði. Í fyrstu veltu slúðurmiðlarnir því fyrir sér hver pabbi barnsins væri þar sem talið var að sambandi Fox og Green væri endanlega lokið.
Í framhaldinu steig Fox fram og tilkynnti umheiminum að Green væri faðir barnsins og að þau væru hætt við að skilja.