fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Boris Johnson gefur ekki kost á sér

Kveðst ekki geta staðið undir því leiðtogahlutverki sem til þarf

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 30. júní 2016 11:44

Kveðst ekki geta staðið undir því leiðtogahlutverki sem til þarf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, ætlar hvorki að sækjast eftir því að verða formaður flokksins né forsætisráðherra Bretlands.

Eftir að David Cameron forsætisráðherra Bretlands gaf út að hann myndi segja af sér vegna niðurstöðu Brexit kosninganna var fastlega búist við að Johnson myndi sækjast eftir hans stöðu.

Fyrr í morgun sagði Johnson í yfirlýsingu að hann teldi sig ekki geta staðið undir því leiðtogahlutverki sem til þyrfti né heldur að framboð hans myndi skapa þá samstöðu sem nauðsynleg væri.

Í morgun tilkynnti dómsmálaráðherra Bretlands, Michael Gove, nokkuð óvænt að hann ætli bjóða sig fram til formanns flokksins. Slíkt hið sama hafa orkumálaráðherra landsins, Andrea Leadsom, og varnarmálaráðherrann Liam Fox gert. Öll þrjú börðust fyrir því að Bretland myndi segja sig úr Evrópusambandinu, líkt og Johnson gerði einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“