fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Móðir Jennifer Aniston látin

Hitti hana í fyrsta skipti í 5 ár nokkrum dögum áður en hún lést

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 26. maí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir Jennifer Aniston, Nancy Dow, er látin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikkonunni í gærkvöldi. Þar segir að Nancy hafi látist á friðsælan hátt umkringd fjölskyldu og vinum eftir langvinn veikindi.

„Við óskum þess að einkalíf okkar verði virt á meðan við tökumst á við sorgina,“ segir Jennifer sem heimsótti móður sína í fyrsta skipti í fimm ár þann 12 maí síðastliðinn. Samkvæmt heimildum Radar Online var Nancy flutt í skyndi á sjúkrahús í Los Angeles um síðustu helgi þar sem hún lést í gær.

Heimildamaður slúðurmiðilsins In Touch Weekly segir að Jennifer hafi viljað ná sáttum við móður sína áður en hún lést. Þar kemur sömuleiðis fram að Nancy hafi fengið mörg alvarleg heilablóðföll áður en hún lést. Hún var að hætt að geta talað og gengið.

Fjölmiðlar hafa í mörg ár gert sér mat úr deilum þeirra mæðgna. jennifer sjálf viðurkenndi að þær ættu ekki skap saman. En Nancy skrifaði meðal annars opinskáa bók sem fjallaði um líf dóttur sinnar. Eftir að hún kom út töluðust þær ekki saman svo árum skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum