fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Prince sagður hafa tekið of stóran skammt nokkrum dögum fyrir andlát sitt

Fannst látinn í gær, 57 ára að aldri

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Prince hlaut meðhöndlun á sjúkrahúsi aðeins sex dögum áður en hann lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Frá þessu greinir TMZ.

TMZ greindi frá því í gær að einkaþota tónlistarmannsins, sem fannst látinn í gær, hefði þurft að lenda skyndilega vegna veikinda hans. Fulltrúar Prince sögðu að hann hefði fengið meðhöndlun vegna „flensueinkenna“ en samkvæmt heimildum TMZ hlaut hann meðhöndlun eftir að hafa tekið of stóran skammt af ópíumlyfjum. Fékk hann sprautu á sjúkrahúsi í Illinois sem notuð er til að vinna gegn eitrunaráhrifum fíkniefna.

Þá segir TMZ frá því að Prince hafi verið ráðlagt að vera á sjúkrahúsinu í að minnsta kosti sólarhring. Fulltrúar hans hafi krafist þess að hann fengið einkaherbergi á umræddu sjúkrahúsi, en þegar læknar tjáðu þeim að þeir gætu ekki orðið við þeirri beiðni yfirgaf Prince sjúkrahúsið.

Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök, en Prince fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann var 57 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát