fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Hættir í The Voice í skugga kókaínfíknar

Beth Morris þótti sigurstrangleg í breska The Voice í ár

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 27. mars 2016 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beth Morris, sem þótti sigurstrangleg í raunveruleikaþættinum The Voice sem sýndur er á BBC í Bretlandi, hefur hætt þátttöku í þáttunum. Beth var komin í átta manna úrslit þegar upp komst um kókaínneyslu hennar. Beth hefur nú stigið fram og viðurkennt að hún eigi við fíknivanda að stríða.

Beth, sem er 26 ára, var í liði bresku tónlistarkonunnar Palomu Faith og þótti hún einna líklegust til að bera sigur úr bítum í keppninni í ár. Átta manna úrslitin fóru fram í gærkvöldi, en nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var sýndu spurðist út að Beth yrði ekki meðal þátttakenda. BBC sagði að ástæðurnar væru persónulegar. Í viðtali við breska blaðið Mirror í dag viðurkennir Beth þó að hún hafi glímt við fíknivanda undanfarin tvö ár.

„Mér þykir þetta leiðinlegt. Ég er fíkill. Ég hef valdið öllum sem koma að þættinum vonbrigðum. Fyrir tveimur árum áttaði ég mig á því að ég ætti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu minnar. Ég notaði fíkniefni til að höndla betur ýmis vandamál í mínu einkalífi,“ segir hún. Mirror greinir frá því að hún hafi notað kókaín meðan á tökum á þættinum stóð en sjálf hafnar Beth því.

Í viðtalinu viðurkennir hún að hafa farið í meðferð vegna fíknar sinnar, en hún hafi fallið í kjölfarið. Brotthvarf Beth í gærkvöldi þýddi að tveir þátttakendur voru sendir heim í stað fjögurra. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Beth heillaði dómnefndina upp úr skónum fyrr í vetur.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=dEUyPPiK6og&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“