fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Var fórnarlamb frægðarljómans

Logi Geirs fékk nóg af sviðsljósinu – Tók nafnið úr símaskránni og hætti að svara fólki

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. janúar 2016 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór úr því að vera „high profile“ í að vera „low profile“. Ég var bókstaflega alls staðar. Það kom ekki út Séð og heyrt-blað án þess að ég væri á forsíðunni. Ég var keyrandi um á mótorhjóli með stelpur í gæsun, var að auglýsa skartgripi, var skemmtanastjóri í veislum, hélt fyrirlestra úti um allt land undir yfirskriftinni: Það fæðist enginn atvinnumaður. Ég er reyndar mjög stoltur af því og það var gaman. En annars var það fullt starf að gera greiða hér og þar, mæta hingað og þangað. Ég hafði varla tíma til að vinna,“ segir Logi Geirsson sem virðist, miðað við frásögnina, á einhvern hátt orðið fórnarlamb aðstæðna. Fórnarlamb frægðarljómans sem hann kunni svo vel að meta í fyrstu. Svo varð athyglin of mikil.

„Ég fékk bara ógeð á sjálfum mér. Það var ákveðin stund sem var kornið sem fyllti mælinn. Ég stóð í Hörpunni og var að kynna tónleika fyrir fullu húsi þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri búið. Ég hugsaði með mér hvert ég væri kominn. Ég var kynnir á tónleikum, af hverju í ósköpunum?“ spyr Logi og baðar út höndum til að leggja áherslu á mál sitt. Þar sem hann stóð í Eldborgarsalnum áttaði hann sig á hve fáránleg sú staðreynd var. Ástandið var orðið svo súrrealískt að það var varla að haldinn væri viðburður án þess að Logi kæmi þar nálægt með einum eða öðrum hætti. „Ég var baksviðs með öllum tónlistarmönnunum eftir tónleikana, svo fór ég heim þar sem ég ákvað að segja stopp. Þetta var komið gott.“

Í kjölfarið tók hann nafnið sitt úr símaskránni og var hvergi með númerið sitt skráð. Hann hætti að svara fólki nema það væri að spyrja að einhverju sem skipti máli. Það fannst honum mjög frelsandi. Að fá að vera í friði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins