fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Villi Neto og Logi Pedro fagna ákaft – „Mun kjamsa á Pasteis de Nata og Bacalhau næsta sumar“

Fókus
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 22:00

Myndin er, merkilegt nokk, samsett/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfðingjarnir og Twitter prinsarnir Villi Neto og Logi Pedro hafa báðir eitthvað mikið til að hlakka til fram að næsta sumri, ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum í gær. Hafa þeir haft uppi háværa kröfu á samfélagsmiðlum að íslensk flugfélög hefji flug til Portúgal, en þangað eiga þeir báðir ættir að rekja.

Í gær tilkynnti svo flugfélagið Play að Lissabon, höfuðborg Portúgals, væri á meðal fjögurra nýrra áfangastaða flugfélagsins og svaraði þannig ákalli þeirra fóstbræðra. Samkvæmt upplýsingum frá Play verður fyrsta flugið til Lissabon flogið í maí á næsta ári. Í sömu tilkynningu frá Play kom fram að félagið hyggst einnig fljúga til Prag, Bologna og Stuttgart, frá og með næsta sumri.

Logi Pedro benti fylgjendum sínum á fréttirnar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og undirstrikaði sérstaklega, hvað þetta væri nú mikil „helvítis veisla.“

Flugfélagið vísaði svo í færslu Villa Neto.

Ljóst er að fréttirnar vöktu lukka meðal Villa.

Lissabon er stærsta borg Portúgals og af mörgum talin ein af „földum perlum“ Evrópu. Borgin er ein sú allra elsta í heimi og teygir saga hennar sig aftur til fornaldar. Talið er að Júlíus Sesar sjálfur eigi heiðurinn af nafni borgarinnar, en þegar hann gerði borgina að hluta Rómaveldis bætti hann nafninu „Olissipo“ við.

Sagan, ríkar matarhefðir og afslappað andrúmsloft hafa gert borgina að vinsælum áfangstað ferðamanna um langa hríð. Eitthvað sem þeir Logi Pedro og Villi ættu nú að geta tekið undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann