Höfðingjarnir og Twitter prinsarnir Villi Neto og Logi Pedro hafa báðir eitthvað mikið til að hlakka til fram að næsta sumri, ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum í gær. Hafa þeir haft uppi háværa kröfu á samfélagsmiðlum að íslensk flugfélög hefji flug til Portúgal, en þangað eiga þeir báðir ættir að rekja.
Skora á @Icelandair að byrja bein flug til Portugals 👀
Svona einu sinni af og til 👀?— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 3, 2021
Í gær tilkynnti svo flugfélagið Play að Lissabon, höfuðborg Portúgals, væri á meðal fjögurra nýrra áfangastaða flugfélagsins og svaraði þannig ákalli þeirra fóstbræðra. Samkvæmt upplýsingum frá Play verður fyrsta flugið til Lissabon flogið í maí á næsta ári. Í sömu tilkynningu frá Play kom fram að félagið hyggst einnig fljúga til Prag, Bologna og Stuttgart, frá og með næsta sumri.
Logi Pedro benti fylgjendum sínum á fréttirnar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og undirstrikaði sérstaklega, hvað þetta væri nú mikil „helvítis veisla.“
Play til Lisboa er stórfrétt. Fólk áttar sig ekki á því hvað þetta er mikil helvítis veisla.
Fjölskyldan mun kjamsa á Pasteis de Nata og Bacalhau næsta sumar.
Þakklæti er mér efst í huga. Takk. https://t.co/Z7H1bS60tL
— Logi Pedro (@logipedro101) November 10, 2021
Flugfélagið vísaði svo í færslu Villa Neto.
Máttur Twitter er gríðarlegur 😎 Sjáumst í sandölum og ermalausum bol í Lissabon næsta sumar ✈https://t.co/7QB0XuysJH
— PLAY (@PlayAirlines) November 10, 2021
Ljóst er að fréttirnar vöktu lukka meðal Villa.
YOOOOOO!!!?!? https://t.co/monrHCisKF
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) November 10, 2021
Lissabon er stærsta borg Portúgals og af mörgum talin ein af „földum perlum“ Evrópu. Borgin er ein sú allra elsta í heimi og teygir saga hennar sig aftur til fornaldar. Talið er að Júlíus Sesar sjálfur eigi heiðurinn af nafni borgarinnar, en þegar hann gerði borgina að hluta Rómaveldis bætti hann nafninu „Olissipo“ við.
Sagan, ríkar matarhefðir og afslappað andrúmsloft hafa gert borgina að vinsælum áfangstað ferðamanna um langa hríð. Eitthvað sem þeir Logi Pedro og Villi ættu nú að geta tekið undir.