fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Aðventa, adventus, hann er á leiðinni!

Orðabanki Birtu

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðventan hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni „tilkoma“. Að baki liggur latneska sögnin advenio „ég kem til“ sem leidd er af latnesku sögninni venio „ég kem“ með forskeytinu ad-.

Hér áður fyrr var oftar talað um aðventuna sem jólaföstu ef marka má dæmi í fornmálsorðabókum og í seðlasafni Orðabókarinnar. Nafnið jólafasta er dregið af því að í kaþólskum sið var fastað síðustu vikurnar fyrir jól og ekki etið kjöt.
Í Grágás, hinni fornu lögbók Íslendinga, stendur til dæmis að á jólaföstu skuli fasta hvern dag og tvær nætur í viku nema messudagur taki föstu af. Fæstir fara eftir þessu nú til dags enda ekki margir Íslendingar sem aðhyllast kaþólska trú.
Líklegast myndu nútíma Íslendingar kalla jólaföstuna „vegan-vikur“ ef siðurinn væri fundinn upp í dag og varla svo vitlaust að sleppa ketinu að mestu þar til aðfangadagur rennur upp með áframhaldandi ketáti til áramóta.

Íslensk orðsifjabók

aðventa kv. „jólafasta“. To., komið úr lat. adventus „koma“, ɔ koma eða fæðing Krists í heiminn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife