fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

4 YOU – Fatnaður og fylgihlutir í Firðinum

Arndís lét gamlan draum rætast þegar hún opnaði tískuverslun í Firðinum

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 4. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 27. október var opnuð ný og glæsileg verslun í Firðinum í Hafnarfirði. Hjónin Arndís Helga Ólafsdóttir og Gunnbjörn Viðar Sigfússon létu gamlan draum rætast þegar þau opnuðu sína fyrstu verslun en bæði eru þau Hafnfirðingar í húð og hár.

Í versluninni, sem heitir 4 YOU, býðst gott úrval af vandaðri tísku og snyrtivöru, en sjálfa dreymir Arndísi um að gerast hönnuður einn daginn.
„Til að byrja með urðu fjölskyldan og fólkið í kringum okkur pínu hissa á því að við vildum opna tískuvöruverslun en eftir að boltinn fór að rúlla hefur þetta gengið eins og í góðu ævintýri. Þetta er bara byrjunin, fyrsta skrefið í rétta átt,“ segir Arndís sem hyggst einnig opna netverslun fyrir jólin.

Leggur áherslu á fatnað fyrir konur, þrítugar og eldri

„Við leggjum mesta áherslu á að bjóða fatnað fyrir konur sem eru þrítugar og upp úr,“ segir Arndís sem ætlar að leggja mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu í 4 YOU en ásamt henni sjálfri munu vinkonur hennar standa vaktina í Firðinum.
Í versluninni býðst feikigott úrval af vönduðum merkjum en Arndís er hvað ánægðust með Kaffe Clothing sem hún segir henta konum á öllum aldri. „Kaffe hefur alveg slegið í gegn hjá okkur enda frábær hönnun sem ég er mjög ánægð með að hafa tekið í sölu,“ segir hún stolt. Hjá 4 YOU er einnig að finna fatnað frá meðal annars; KY dress Milano, Esther Queen, Urban Mist og fleiri framleiðendum, aðallega frá Ítalíu. Þá býður hún einnig mikið úrval af fylgihlutum; trefla, húfur, hanska og veskin frá Infinity.

Snyrtivörurnar sem allar elska

Þá býðst einnig mjög gott úrval af snyrtivöru í 4 YOU en Arndís er meðal annars í samstarfi við snyrtivöruverslanirnar Deisymakeup og Daríu. „Frá Daríu kemur til dæmis gyllta olían frá Muddy Glow Skin sem inniheldur hvorki meira né minna en 24 karata gull og tannhvíttunin frá Carbon Coco sem er rosalega vinsæl hjá okkur. Það sama má segja um vöruúrvalið frá Deisymakeup sem er hannað af Ásdísi Ingu Helgadóttur en hún hefur til dæmis algjörlega slegið í gegn með Dermacol make-up hyljarann sem felur húðflúr fullkomlega og það sama má segja um vörurnar frá Divu sem margir þekkja frá Deisymakeup,“ segir Arndís að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“