fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Fókus
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 17:30

Kathy Bates árið 2014. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates hefur sjaldan litið betur út en einmitt núna. Kathy, sem verður 78 ára á árinu, var mætt á rauða dregilinn þegar Critics Choice-verðlaunin voru afhent í Santa Monica á sunnudagskvöld.

Kathy var tilnefnd til verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í þáttunum Matlock, en verðlaunin féllu í hlut Rehu Seehorn sem hefur slegið í gegn í þáttunum Pluribus.

Kathy hefur lést mikið á undanförnum misserum, eða alls um 45 kíló. Hún er með sykursýki af tegund 2 og hefur hún ekki farið leynt með notkun sína á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic.

Hún segir að þyngdartapið sé ekki nema að hluta Ozempic að þakka, því hún hafi samhliða tekið mataræði sitt rækilega í gegn og þá stundi hún miklu meiri hreyfingu en áður.

„Fólk hefur talað um að þetta megi allt rekja til Ozempic. En það verður að viðurkennast að ég hef lagt á mig mikla vinnu,“ sagði hún í viðtali við People árið 2024.

Hún ítrekaði þetta svo í viðtali við Variety nýlega og bætti við að sjúkdómurinn hefði farið illa með fjölskyldu sína í gegnum árin. Faðir hennar hefði látist úr sykursýki, föðuramma hennar líka og þá glími systir hennar einnig við sjúkdóminn.

Hér að neðan má sjá myndband af Bates á sunnudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“