

Kathy var tilnefnd til verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í þáttunum Matlock, en verðlaunin féllu í hlut Rehu Seehorn sem hefur slegið í gegn í þáttunum Pluribus.
Kathy hefur lést mikið á undanförnum misserum, eða alls um 45 kíló. Hún er með sykursýki af tegund 2 og hefur hún ekki farið leynt með notkun sína á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic.
Hún segir að þyngdartapið sé ekki nema að hluta Ozempic að þakka, því hún hafi samhliða tekið mataræði sitt rækilega í gegn og þá stundi hún miklu meiri hreyfingu en áður.
„Fólk hefur talað um að þetta megi allt rekja til Ozempic. En það verður að viðurkennast að ég hef lagt á mig mikla vinnu,“ sagði hún í viðtali við People árið 2024.
Hún ítrekaði þetta svo í viðtali við Variety nýlega og bætti við að sjúkdómurinn hefði farið illa með fjölskyldu sína í gegnum árin. Faðir hennar hefði látist úr sykursýki, föðuramma hennar líka og þá glími systir hennar einnig við sjúkdóminn.
Hér að neðan má sjá myndband af Bates á sunnudagskvöld.