fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Fókus
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Ashley Tisdale hefur nú valdið fjaðrafoki með grein sem hún ritaði hjá The Cut þar sem hún fjallaði um mömmuhóp sem hún tilheyrði. Þetta er enginn venjulegur mömmuhópur en þar má finna mörg þekkt nöfn á borð við Mandy Moore, Hilary Duff og Meghan Trainor. Stjörnumömmurnar hafa verið duglegar að deila myndum frá hittingum sínum og þó að Tisdale nefndi engin nöfn í greininni sinni þykir aðdáendum hennar ljóst að þetta sé hópurinn sem hún er að vísa til.

Leikkonan skrifar í grein sinni að eftir að hún varð móðir langaði hana að tengjast öðrum mæðrum. Þannig varð þessi hópur frægra mæðra til. Tisdale var þakklát fyrir félagsskapinn og taldi sig hafa fundið sinn stað í tilverunni.

„Með tímanum fór ég þó að efast um að þetta væri rétt hjá mér,“ skrifar Tisdale sem lenti í því að vera skilin útundan. Hún sá að hinar mömmurnar höfðu komið saman þar sem þær deildu myndum á Instagram án þess að Tisdale hefði verið boðið að vera með. Jafnvel þegar Tisdale var með hinum mæðrunum upplifði hún sig afskipta. Hún reyndi að taka þessu ekki persónulega en á endanum þurfti hún að horfast í augu við það að hinar mæðurnar vildu ekki hafa hana með.

„Þegar allar hinar fóru saman í afmæliskvöldverð fékk ég afsakanir um það hvers vegna mér hafði ekki verið boðið. Ég skil ekki ennþá hvers vegna ég var ekki með í stelpuhittingnum sem var skipulagður í tilefni afmælis dóttur minnar,“ skrifaði leikkonan sem segist hafa áttað sig á því að þetta væri athæfi sem hópurinn stundaði, að skilja útundan.

„Þegar hópurinn var nýfarinn af stað var þar önnur móðir sem oft var skilin útundan. Ég tók eftir undarlegri dýnamík en leiddi hana hjá mér. Ég var bara svo glöð að hafa fundið þessar ótrúlegu, kláru og fyndnu konur. En nú virðist það vera svo að hópurinn stundi það að skilja útundan og loks var komið að mér.“

Á endanum ákvað hún að ræða þetta við hópinn. Hún tilkynnti hinum mæðrunum að þetta væri barnalegt af þeim og að Tisdale væri komin með nóg. Sumar mæðurnar urðu reiðar en aðrar sögðust koma af fjöllum, þær hefðu haldið að Tisdale hefði verið boðið á allar samkomur en kosið að mæta ekki.

Rugl og smellibeitur

Aðdáendur voru fljótir að taka eftir því að Tisdale er hætt að fylgja Mandy Moore og Hilary Duff á Instagram. Hún er þó enn að fylgja Meghan Trainor. Greinin olli líflegum umræðum á samfélagsmiðlum og töldu þar margir að Tisdale hefði verið útilokuð frá hinum mæðrunum vegna stjórnmálaskoðana hennar. Tisdale hefur verið sökuð um að vera hægrikona eftir að hún fordæmdi morðið á Charlie Kirk en hún líkti andláti hans við hryðjuverkin 11. september 2001.

„Það sem gerðist fyrir 24 árum virkar mjög ólíkt því sem gerðist í dag. Áður stóðum við sameinuð og syrgðum saman sem þjóð, en í dag horfðum við á einstakling deyja og réttlættum það með því að vísa í stjórnmál og skoðanir hans. Allir í turnunum voru með ólík gildi og skoðanir, þegar okkur er hætt að standa á sama um manntjón þá erum við komin á endastöð.“

Tisdale var harðlega gagnrýnd fyrir færsluna og birti í framhaldinu aðra þar sem hún kom því skýrt á framfæri að hún hefði ekki verið sammála skoðunum Kirk. Það breyti því þó ekki að ofbeldi er aldrei svarið.

„Það ætti ekki að vera umdeilt að segja þetta, en jafnvel þó við séum ósammála og jafnvel þó skoðanir fólks misbjóði okkur, þá er ofbeldi aldrei svarið. Til að hafa það á hreinu þá styð ég jafnrétti allra – kvenréttindi, kosningarétt, réttindi hinsegin, réttindi allra. Ég styð það líka að vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna og að innleiða skynsama vopnalöggjöf.

TMZ greinir nú frá því að mömmuhóps-skrif leikkonunnar hafi aftur vakið athygli á ummælum hennar um Kirk. Netverjar saka Tisdale um að tilheyra MAGA-hreyfingunni og þess vegna sé skiljanlegt að hinar mæðurnar hafi útilokað hana. Talsmaður hennar segir í samtali við TMZ að umræðurnar um greinina séu farnar út í rugl og smellibeitur. Tisdale sé skráð í demókrataflokkinn og eins komi hvergi fram í grein hennar hvaða mömmuhóp hún hafi verið að fjalla um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice