

Dúettinn Vandræðaskáld hefur nú tíunda árið í röð dregið saman atburði liðins árs í sérstöku uppgjörslagi þar sem árið 2025 er gert upp með gamansömu ívafi. Dúettinn skipa þau Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld og rithöfundur.
„Allt er þegar tennt er, eins og enginn sagði, en tíunda árið í röð leggja Vandræðaskáld til atlögu við árið sem var að líða og kveðja það með samantekt við hæfi. Nú eða ekki við hæfi, eftir því hvern þú spyrð. Og fyrst 2025 er horfið í hið græna gímald eilífðarinnar þá er okkur ekki til setunnar boðið og við sendum ykkur hugheilar nýárskveðjur með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin #vandræði #áramótahate #heilafúináþví“
Í laginu er vísað til atvika sem vöktu athygli á árinu, til dæmis kynfræðsla í kirkjum, málþóf, hjartaljós, sala Valhallar, húsnæðisverð, viðskipti ríkislögreglustjóra við JYSK, labubu, ballerina cappuccina og margt, margt fleira.