

Tom var fræg sjónvarpsstjarna við upphaf aldamóta og þekkja margir hann sem Clark Kent/Superman í Smallville þáttunum sem voru í loftinu frá 2001 til 2011.

Útlit leikarans var til umræðu á X, áður Twitter, þar sem netverjar fóru hörðum orðum um hann og sögðu hann hafa breyst. Leikarinn er í dag 48 ára.

Aðdáendur hans sögðu netverjanna hafa notað slæmar myndir af honum við samanburðinn. Leikarinn virðist ekkert kippa sér upp við þetta og hefur ekki tjáð sig um málið.