fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fókus

Simmi og Hugi fara yfir hvenær dags er best að stunda kynlíf – Þessi aldurshópur þarf að notast við Google Calendar

Fókus
Fimmtudaginn 4. september 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnendur hlaðvarpsins 70 mínútur, Hugi Halldórsson og Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, fóru að vanda um víðan völl í nýjasta þætti sínum, þar sem þeir tóku fyrir nýjasta Kastljósþáttinn og hinseginmálefni, hvort þeir hafi fengið athygli sem börn og hvenær dagsins eigi að stunda kynlíf, eftir því hvaða aldursskeiði þú ert á.

„Ef þið eruð á aldrinum 20-30 ára þá stendur hér að besti tími sólarhringsins skipti engu máli. Það er bara hvenær sem er, þú ert bara með gredduna og það breytir engu klukkan hvað.

Morgunkynlífið er oft það besta þegar þú ert ungur. Morgunkynlífið er málið fyrir þá sem eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. Manst þú eftir, ert þú morgunkynlífsmaður?“ spyr Simmi Huga, sem segist ekki geta sagt það. Aðspurður um hvort hann muni eftir hvernig þetta var hjá honum á þessum árum svarar Simmi:

„Ég held að fólk sem er búið að ná okkar aldri átti sig á því að þetta var nú ekkert merkilegt þarna á milli tuttugu og þrjátíu. Við vorum ekki að vinna til verðlauna. Ég náttúrlega var í sambandi. Þetta var meira hobbí hjá þér, ég held þetta hafi verið meiri vinna hjá mér.“

Aldursskeiðið milli 30 og 40 ára er leiðinlegasta tímabilið

„Það er 30-40 ára, við erum báðir komnir út úr því. 30-40 ára þá ertu með Google calendar kynlíf. Besti tími er þegar þú hefur tíma. Sumir á þessum aldri eru að vakna sex á morgnana til þess að geta átt í kynmökum áður en börnin vakna. Þegar þú hefur tíma, þá skaltu bóka tíma og setja það í dagatalið.“

Hugi og Simmi eru báðir á næsta aldursskeiði, Hugi er 44 ára og Simmi er 48 ára.

„40-50 ára þarna erum við komnir á okkar aldur. Börnin eru mögulega orðin unglingar og þau fara snemma á morgnana í skólann. Þau koma seint heim á kvöldin, allt eftir þessu. Morgunkynlífið gæti dottið inn, gæti átt comeback á þessum aldri. Síðan geturðu tekið helgarfrí og börnin eru bara heima með húsið, skilurðu? Þú getur tekið langan lunch af því að þú ert búin að stabilísera þig í vinnunni og getur leyft þér að taka níutíu mínútna lunch, hist heima og þú getur meira tekið svona spontant ákvarðanir um að hittast og gera eitthvað. Hvenær yfir daginn, hvenær sem er, þú ert nokkuð laus.“

„Tala nú ekki um í mömmuviku,“ botnar Hugi sem er einhleypur.

Simmi hvetur karlmenn um og yfir fimmtugt að fara í hormónamælingu

„50-60 ára þá gerist það að estrógenið og testósterónið fara aðeins að minnka.“

„Þetta er það sem við eigum sko von á. Þú veist, munum eftir Google Calendar kynlífinu og öllu því,“ segir Hugi.

„Sko það sem að gerist þarna á milli fimmtugs og sextugt er það að estrógenið lækkar, testósterónið lækkar og og það gæti haft áhrif á kynferðisorkuna. Þá vil ég segja þetta við alla fellow karlmenn á aldrinum fjörutíu til fimmtíu ára: Farið í hormónamælingu hjá lækni og fáðu niðurstöðu hvar testósterónið þitt er og þá færðu bara krem. Ég er búinn að fara í svona mælingu og var því miður aðeins fyrir ofan, því miður ég var að vonast til að fá svona krem. Mér skilst þetta krem sé bara geggjað. Ég var reyndar þrjátíu og þriggja ára þegar ég áttaði mig á að typpið er ekki bein“, segir Simmi og Hugi hváir og hlær.

„En já á þessum aldri virðist konan nú klár allan daginn, en kallinn, það eru mestar líkur á því að það verði allt grjóthart og löðrandi á morgnana.

Meginhlustendahópurinn getur forgangsraðað nautnastundum sínum

Og síðan komum við að sextíu plús og það er meginhlustendahópur þessa podcasts,“  segir Simmi og báðir skellihlægja. 

„Á þessum aldri er hægt að forgangsraða nautnastundunum, börnin farin að heiman, fólk hætt eða að hætta að vinna. Og þið getið nánast bara valið ykkur hvenær sem er. Hormónakerfi kvennanna er balanseraðra, eru komnar úr breytingaskeiðinu og þá segja þeir hér að seinni partur og kvöldin séu málið. Þetta er svona frá fjögur til átta. Þá ertu búinn að taka lúrinn þinn. Sko, sextíu í dag er eins og gamla fjörutíu og fimm. Maður hittir sextugt fólk í dag, það er bara, það er bara fullt af orku. Þetta er bara easy sko. Ég man þegar pabbi var fimmtugur, ég hugsaði bara, já, hann er korter í dauðann,“ segir Simmi sem þá var sjö ára og fannst hann eiga afar gamla foreldra.

„Þar hafið þið það. Seinni partur og fyrri partur kvölds fyrir sextugt. Morguninn fyrir fimmtíu til sextíu, þá er blóðflæðið og líkaminn tilbúinn í tuskið. Langur lönch hjá þeim sem eru fjörutíu til fimmtíu. Gefið ykkur tíma í að taka langan lönch. Börnin ennþá í skólanum og eitthvað. Þið sem eruð á aldrinum þrjátíu til fjörutíu ára, þið þurfið bara að kunna á Google Calendar. Og reynið að troða þessu að sem mest. Kannski sleppið að taka bumbubolta með strákunum og bóka deit með frúnni. Tuttugu til þrjátíu ára þið haldið bara áfram að hömpast á öllu sem á vegi ykkar verður. Þið þurfið ekki að sjá annað en reiðhjól með lágri slá, það er komin hugmynd. Þannig að þetta er allt eins og þetta á að vera. Strákar farið í hormónamælingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“
Fókus
Í gær

Martröð unglingsstúlku og kærasta hennar reyndist vera verk móður hennar

Martröð unglingsstúlku og kærasta hennar reyndist vera verk móður hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn