fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg

Fókus
Mánudaginn 4. ágúst 2025 13:30

Billy Joel á tónleikum árið 2017. Mynd: Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargoðsögnin Billy Joel er sagður „leiðast“ yfir eigin heimildarmynd, sem hefur slegið í gegn á HBO Max. Þetta segir dóttir hans, söngkonan Alexa Ray Joel, í viðtali við Page Six.

„Hann lítur ekki mjög stórt á sig,“ segir Alexa, sem 39 ára og hefur fetað í fótspor föður síns. „Hann er svo sjálfsgagnrýninn. Ég segi við hann: Þú ættir að vera svo stoltur. En hann dæsir bara. Hann er ekki týpan sem lifir á sviðsljósinu – hann er alvöru listamaður, feiminn og djúpþenkjandi,“ segir Alexa.

Heimildarmyndin rekur feril Billy Joel frá erfiðum uppvexti á Long Island,  árum hans sem barpíanóleikari í Hollywood og allt þar til að hann springur út sem ein stærsta poppstjarna heims. Joel á að baki fjögur hjónabönd, fimmtán Grammy-tilnefningar og hefur fyllt hinn goðsagnarkennda Madison Square Garden í New York yfir 100 sinnum.

Myndin fer yfir persónulegar hæðir í lífi Joel sem og lægðir, þar á meðal þunglyndi og baráttu hans við áfengisdjöfulinn.

Dóttirin segir vonast til þess að faðir sinn sjái síðar hversu góð heimildarmyndin er og af hverju vinsældirnar eru svona miklar.

„Kannski eftir nokkra mánuði hugsar hann: Æ, þetta var nú reyndar alveg töff. En hann er bara ekki að spá í sjálfan sig – hann er aldrei hrifinn af eigin verkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 1 viku

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?