fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Fókus
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 14:00

Alzheimer-sjúkdómurinn er algengasta form heilabilunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein mínúta. Penninn. Blað. Klukka. Það er allt sem þú þarft til að komast að því hvort heili þinn sé farinn að sýna fyrstu merki um vitrænni skerðingu,  forstig alvarlegra heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer.

Þetta próf, sem kallað er „orðflæðipróf“ (e. verbal fluency test), hefur verið notað í fjölda rannsókna til að mæla mögulega vitsmunaskerðingu, sem getur hafist löngu áður en einstaklingur sjálfur eða aðstandendur taka eftir einhverjum  breytingum.

Svona virkar prófið

  1. Veldu fjölmennan flokk – t.d. dýrategundir, lönd eða jafnvel sjónvarpsþætti.
  2. Settu tímann á 60 sekúndur
  3. Skrifaðu niður eins mörg dæmi úr þessum flokki og þú getur á einni mínútu

Ef þú nærð 15 orðum eða minna er ástæða til að skoða málið nánar. Sýnt hefur verið fram á að fólk sem nær færri en 15 orðum getur verið allt að tuttugu sinnum líklegra til að fá Alzheimer eða aðra heilabilun, samanborið við þá sem skora hærra.

Helst áttu að ná yfir 15 orð en ef þú nærð hins vegar 21 orði eða meira, þá telstu almennt vera utan áhættusvæðis.

Í rannsókn sem birt var árið 2022 í Bandaríkjunum og náði til 69 einstaklinga á miðjum og síðari aldri, kom í ljós að frammistaða í orðflæðiprófinu versnaði með aldri.

Samkvæmt Landlæknisembættinu glíma um 4.000 Íslendingar við einhvers konar heilabilun, þar af er stærsti hluti með Alzheimer. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar má gera ráð fyrir að sú tala hækki talsvert á næstu árum. Heilabilun er ekki eðlilegur hluti öldrunar, heldur alvarlegt heilbrigðisvandamál sem krefst snemmbúinnar greiningar og íhlutunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Í gær

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“